Thursday, June 05, 2008



Eyja með hárband



Undirrituð að reyna að gera hana stelpulega

Í gær var leikjadagur í skólanum. Þá eru settar upp stöðvar með leikjum/þrautum út um alla skólalóð og krökkunum er skipt í lið eftir litum. Stirnir var í gula liðinu og fannst rosa gaman. Ég og Eyja vorum í aðstoðarliðinu, sáum um eina stöð ásamt tveimur mömmum.
Í gær fór Hugi með sínum árgangi í skóla fyrir börn farandverkamanna til að afhenda skólanum ágóða af sölu jólakorta sem börnin teiknuðu um síðustu jól. Peningarnir fóru meðal annars til þess að kaupa leiktæki á skólalóðina en aðstaðan var ekki góð fyrir. Hugi sagði að það eina sem krakkarnir hefðu getað leikið sér var að hlaupa á skólalóðinni, ekkert við að vera.
Í dag er leikjadagur hjá eldri krökkunum, Huga og félögum. Hugi fór með mynd af sér til að gefa Hadley, hún er að fara til Oregon á morgun. Myndin sem hann valdi er sú þar sem hann heldur á slöngunni.



Eyja nagar snuð og horfir íhugul út um gluggann á bílnum



Stirnir var í gula liðinu og Eyja í bleika liðinu



Stirnir lenti í samstuði við annan nemanda og bólgnaði á kinnbeininu en þarna er hann kominn aftur af stað í leikinn.



Samvinna



Tilbúinn í reiptogið

Sumarplönin okkar eru að komast á hreint. Allavega búið að bóka tvær vikur á Kauai eyju, Hawaii í lok júlí. Þangað ætlum við í félagi við Hilmar, Guðrúnu og Evu dóttur þeirra, við fundum hús til leigu á Anini ströndinni sem er bæði falleg og barnvæn. Sumar strendurnar geta verið hættulegar vegna öldugangs og útsogs.

Dalla

1 comment:

Anonymous said...

Flott hárband hjá Eyju, en hvar er hárið??
Elle grandit à vue d'oeil. Je pense déjà aux vêtements, taille 1 an!
Bises à tous,
Amma C.