Stirnir hjarnaði við og kom með okkur í ferðalag til Hangzhou, við erum ég, Hugi, Hekla, Magnús, Boggi og Örn. Kjartan sat heima, bæði vegna plássleysis í bílnum og hann notaði tækifærið til að vinna.
Við leigðum semsagt bíl og bílstjóra til að flytja okkur til Hangzhou sem er í tveggja til þriggja tíma fjarlægð frá Shanghai. Við ætluðum að leggja í hann á mánudag en frestuðum ferðinni vegna þess að bíllinn sem var til boða var ómögulegur, kínverskur, gamall Jinbei, bílbeltalaus með bensínlykt. Allt gekk vel á þriðjudag, við fengum þægilegan bíl með beltum.
Garrison bílstjóri (ég veit ekki hvaðan þetta nafn er komið) keyrði okkur og stýrði líka för. Hann valdi hótel fyrir okkur sem var þriggja stjörnu af kínverskum standard, enginn lúxus og það þurfti að hlaupa um í sturtunni til að blotna. Strákarnir voru hæstánægðir með hótelið og vildu helst vera bara þar, þeir hlupu um gangana og hoppuðu í rúmunum, við fengum enga kvörtun vegna óláta, kínverjar eru mjög skilningsríkir gagnvart krakkalátum. Kínversk börn eru reyndar mjög prúð, kannski hafa þeir aldrei séð svona fjöruga stráka og eru orðlausir. Við þurftum nú líka að byrsta okkur stundum við drengina, það er engin afslöppun að ferðast með þennan hóp.
Við byrjuðum á því að skoða fallegt vatn í Hangzhou, þar var múgur og margmenni á göngu við vatnið. Okkur leið eins og fræga fólkinu, þegar við stoppuðum varð umferðaröngþveiti í kringum okkur, allir vildu horfa á strákana og snerta þá eða taka myndir. Líklega voru þetta ferðamenn, kannski úr sveitum sem hafa sjaldan séð útlendinga, hvað þá útlensk börn. Það lá við á tímabili að við hröktumst út í vatnið, fólk þrengdi að okkur.
Hérna er eitthvað að gerast...
Strákar á vatnsbakkanum
Við leigðum okkur bát fyrir siglingu. Bátsmaðurinn ætlaði reyndar að setja okkur í land eftir heldur stuttan túr, við heimtuðum meira fyrir peninginn og sátum sem fastast.
Um kvöldið báðum við Garrison um að aka okkur á veitingastað. Hann vildi endilega ganga með okkur í gegnum miðbæinn, kvöldmarkað þar sem margt glapti augað. Strákarnir voru uppveðraðir yfir allskonar leikföngum og candyfloss og stærðar sleikjóum. Við vorum hörð á því að þetta yrði ekki í boði fyrr en eftir kvöldmat.
Við borðuðum á kínverskum stað, kannski ekkert sérstaklega huggulegt, allt var opið út á staðnum svo við sátum í úlpunum. En reikningurinn var ekki hár, rúmlega þúsund krónur íslenskar fyrir okkur sjö.
Daginn eftir fórum við niður í morgunmat á hótelinu, þar var kínverskur matseðill, grjónavellingur, grjón gærdagsins þynnt með vatni og dumplings og brunnin egg. Strákarnir ojuðu mikið yfir þessu svo við vorum bara aumingjans útlendingar og leituðum uppi Starbucks. Kínversk kunningjakona mín sagði mér um daginn að stefnan væri sett á að opna 50.000 Starbucksstaði í Kína á næstu árum, það hljómar ótrúlega en þeir eru þónokkrir núþegar. Skrýtið hvernig er hægt að kenna heilli þjóð að drekka kaffi á nokkrum árum.
Svipurinn á Erni þegar hann var búinn að sjá morgunverðinn á hótelinu
Eftir morgunkaffið fórum við í Lingyin musterið. Kínverjar fara í musteri til að biðja um að óskir sínar rætist, flestar tengjast þær auði og heppni. Garrison sagði að árið yrði okkur gott við það að sækja musteri í upphafi þess. Strákarnir eru alveg búnir að sjá út hvað fólk gerir í musterum og báðu hverja einustu styttu um ósk, Stirnir óskaði sér sápukúlna en Hugi vildi ekki gefa upp hver óskin væri.
Þessi stytta af Sakyamuni er 24ra metra há, ein hæsta viðarstytta í Kína og hún er skreytt gulli.
Lingyin-musterið er eitt af 10 þekktustu musterum í Kína og þarna hefur verið musteri frá í kringum 300 eftir Krist. Nafn mustersins er hægt að þýða sem musteri hvíldar sálarinnar. Sagan segir að indverskur munkur hafi verið á ferð og hrifist af náttúrufegurð staðarins og ákveðið að dvelja þar. Á árunum 907 til 960 er talið að 3.000 munkar hafi dvalið í musterinu og þarna hafi verið níu byggingar.
Síðasta daginn í Hangzhou fórum við í skemmtigarð, þema garðsins er Song dynasty.
Þarna voru handverksmenn að störfum, þessi gerði sleikibrjóstsykur í formi dreka, geita eða annarra kvikinda eftir fyrirmyndum.
Það var hægt að kaupa sér salibunu í þessum burðarvagni. Undirleikari lék á lúður og vagninum var hent upp og niður svo farþeginn hoppaði upp.
Þessi fjórir biðu eftir viðskiptavinum.
Á göngunni um garðinn fundum við vatn þar sem á voru flotholt. Hugi rauk út að flotholtin og endasentist fram og til baka án þess að missa jafnvægið. Flotholtin steyptust næstum við þegar hann hoppaði á þau en hann þaut yfir við mikla aðdáum áhorfenda. Hann var í réttum skóbúnaði og endaði á þessu stönti.
Á meðan fékk Stirnir Garrison með sér í veiðiferð. Þeir leigðu veiðistöng og veiddu gullfiska í tjörn, fjórir komu með okkur heim og tóra ennþá hérna í stofunni.
Hugi var líka veiðikló
Hin veiðiklóin vildi ekki myndatökur
Dalla
Sunday, February 25, 2007
Monday, February 19, 2007
Þá er hið gullna ár svínsins gengið í garð. Það var þónokkuð sprengt á laugardaginn í kringum miðnætti en þetta náði ekki brjáluðu íslensku gamlárskvöldi. En hávaði er greinilega mikilvægur, heilu beltin af kínverjum voru lögð hérna út á stétt og svo var kveikt í og þetta var eins og stórskotahríð. Það flugu líka flugeldar hérna á milli blokkanna. Hreinsunardeildin kemur með kústana um leið svo þetta er allt mjög hreinlegt.
Við fórum í fjögurra ára afmæli Arnar á laugardaginn. Við sátum lengi og sníktum kvöldmat líka. Eftir matinn var dansað við Prodigy og fleira, gott partí!
Á fimmtudaginn, síðasta skóladag fyrir frí var samkoma í skólanum í tilefni af nýárinu. Börnin sungu á kínversku. Stirnir söng höfuð, herðar, hné og tær með sínum árgangi og stóð sig vel, söng hástöfum og gerði hreyfingarnar. Hugi söng lag um vorið en kínverska nýarið er líka kallað vorhátíð.
Á eftir fóru allir út á skólalóð þar sem dreki sveif um og ljón dönsuðu við trumbuslátt.
Stirnir er orðinn lasinn, honum hefur ekki orðið misdægurt síðan í ágúst. Enda bað hann mig um að hringja í Mr. Flesher til að láta vita af veikindunum. Hann var farinn að spyrja hvenær hann yrði veikur, næst segi ég honum, þegar við förum í frí því hann var einmitt lasinn síðast í fríi, í Qingdao. Vonandi hristir hann þetta fljótt af sér, hann er með háan hita og honum gengur illa að halda vökva niðri.
Dalla
Við fórum í fjögurra ára afmæli Arnar á laugardaginn. Við sátum lengi og sníktum kvöldmat líka. Eftir matinn var dansað við Prodigy og fleira, gott partí!
Á fimmtudaginn, síðasta skóladag fyrir frí var samkoma í skólanum í tilefni af nýárinu. Börnin sungu á kínversku. Stirnir söng höfuð, herðar, hné og tær með sínum árgangi og stóð sig vel, söng hástöfum og gerði hreyfingarnar. Hugi söng lag um vorið en kínverska nýarið er líka kallað vorhátíð.
Á eftir fóru allir út á skólalóð þar sem dreki sveif um og ljón dönsuðu við trumbuslátt.
Stirnir er orðinn lasinn, honum hefur ekki orðið misdægurt síðan í ágúst. Enda bað hann mig um að hringja í Mr. Flesher til að láta vita af veikindunum. Hann var farinn að spyrja hvenær hann yrði veikur, næst segi ég honum, þegar við förum í frí því hann var einmitt lasinn síðast í fríi, í Qingdao. Vonandi hristir hann þetta fljótt af sér, hann er með háan hita og honum gengur illa að halda vökva niðri.
Dalla
Wednesday, February 14, 2007
Nú er jólaös í búðum, undirbúningur hjá kínverskum fjölskyldum fyrir nýárið líkist okkar jólainnkaupum, það þarf að kaupa mikið í matinn vegna þess að stórfjölskyldan borðar saman yfir hátíðarnar. Aðalhátíðisdagurinn er á laugardaginn, þá eru víst líka mestu sprengingarnar, mér er sagt að þetta sé svipuð upplifun og að vera inni í skothríð en er það ekki sama tilfinning og á íslensku gamlárskvöldi?
Margir ferðast til sinnar heimaborgar/bæjar fyrir hátíðarnar. Allt flug innan Kína er löngu upppantað og lestarmiðar líka. Daisy leggur upp í 13 tíma lestarferð á föstudagskvöldið til að hitta fjölskylduna sína.
Ég minnist þess að hafa lesið um að fullorðinsbleiur væru uppseldar í Kína í kringum nýárið. Þá setja þeir sem þurfa í langar lestarferðir á sig bleiu, lestirnar eru líklega svo troðnar að það er ekki auðvelt að komast á salernið. Ég trúi þessu nú varla að fólk láti gossa í bleiuna, hef ekki séð neinar slíkar bleiur til sölu hérna.
En valentínusardagurinn virðist slá í gegn hérna, á göngu minni í dag sá ég ótal blómasala bjóða rósir til sölu, hérna eru þær oft skreyttar með glimmeri. Ég heyrði af manni sem þurfti að bjóða viðskiptafélögum út að borða í kvöld en það var ómögulegt að panta borð, allt upppantað.
Síðustu dagar hafa verið viðburðaríkir, það er oft svoleiðis fyrir frí.
Ég fór inn í bekkinn hans Huga á föstudaginn og sagði þeim frá tröllum. Ég hafði bók Brians Pilkingtons til hliðsjónar en þar er að finna skemmtilegar staðreyndir um tröll. Eins og það að tröll eru stolt af andlitsvörtunum sínum og að það sé mesta firra að þau verði að steinum þegar sólin kemur upp heldur verða þau svo syfjuð í sólinni að þau sofna og sofa í hundruðir ára og þá hjálpar náttúran til við að fela þau með grasi og fuglahreiðrum. Börnunum fannst þetta allt mjög merkilegt og þau spreyttu sig svo á sínum eigin tröllum. Ég náði mér í steina á blómamarkaði en þeir eru ætlaðir í fiskabúr og hentuðu vel til tröllagerðar. Hugmyndin að tröllunum kom frá Erlu í Ameríku en hún gerði tröll með bekk Sigfúsar sonar síns og jafnaldra Huga.
Tröllin urðu mjög flott hjá krökkunum og litrík því við vorum með litríka pípuhreinsara og annað skraut. Við Ms. D sátum með límbyssur og límdum saman eftir leiðbeiningum barnanna. Hérna er sýnishorn:
Jago vinur Huga
Krakkarnir eru voðalega glöð að fá foreldra inn í bekkinn og brjóta þannig upp skólastarfið. Ég var búin að senda út póst á foreldra og biðja þau um að koma með föndur eða aðrar uppákomur en þegar ég fékk engin viðbrögð tók ég þetta að mér sjálf. Enda er þakklætið mikið hjá krökkunum, ég heyrði bekkjarsystur Huga segja við hann: "Your mom is a genius!" Hún er góð í gullhömrum því hún sneri sér síðan að mér og sagði: "I like your hairstyle!" Ekki amalegt að fá svona gullhamra.
Ég fékk svo að fljóta með í skólabílnum en hérna er skólabíls-ayi og Ms. Peleaez sem hefur umsjón með skólabíl númer 13 sem Hugi og Stirnir ferðast með. Það fylgist einn kennari með hverjum bíl, þeir eru 34 í allt og ekki má neinn verða eftir. Börnin eru á ýmsum námskeiðum eftir skóla eða fara heim með skólafélögum svo þetta er heilmikið skipulag, foreldrar eiga að láta vita með góðum fyrirvara ef börnin fara ekki með skólabílnum heim.
Um kvöldið var innflutningsveisla hjá CCP á nýju skrifstofunni á Wukang lu. Þetta er frábær staður og frábær aðstaða fyrir starfsmenn enda hrifust allir gestir af skrifstofunni.
Verðirnir á svæðinu fengu bjór og var boðið að spila Wii, það er gott að hafa þá góða.
Annars var bara ágætis stuð og margir litu inn, þar á meðal sendinefnd frá Össur Asía.
Kjartan, Hekla og Magnús
Þarna er ég með Elaine og Yongjia
Atli, Larry og Noah
Um helgina hélt góðviðrið áfram. Jago vinur Huga heimsótti okkur á laugardaginn og við könnðum leikvellina í kring. Á sunnudaginn hittum við vini á O´Malleys og börnin léku sér að vanda, ótrúlega sniðugt konsept. Við sátum úti í sólinni og borðuðum írskan pöbbamat.
Natasha mamma Naomi og Cathra mamma Lorelei í Stirnisbekk
Stirnir á hraðferð undan myndavélinni
Hugi á tali við Arthúr nágranna okkar
Í gær voru nokkra mömmur í heimsókn í Stirnisbekk til að fræða börnin um kínverska nýárið. Natasha leiddi föndur og dumplingsgerð, við hinar aðstoðuðum og ég tók fullt af myndum að venju. Natasha sagði söguna í kringum sprengingarnar og flugeldana á nýárinu, allur hávaðinn er nauðsynlegur til að hræða burt skrímsli sem eru á ferðinni á þessum tíma. Hefðin sem tengist því að borða dumplings en það er mauk, svínamauk eða annað sem er sett inn í deighúð og lokað og soðið er tilkomin vegna þess að dumplings líkist gömlum kínverskum peningum og því færir það auð að borða þá.
Þarna eru börnin að fá afhent rautt umslag en þá segja þau: "Gleðilegt ár, viltu gefa mér rautt umslag (hong bao)?" Í umslaginu eru peningar sem þau mega nota í dótakaup. Þau biðja ættingja sína um umslagið rauða.
Þau fengu hvert sitt stjörnuljósið á skólalóðinni...
og borðuðu svo eigin framleiðslu af dumplings
Hópmynd af fiðrildum með Ms. Yuko og Mr. Flesher, Xin nian kuai le! Gleðilegt ár!
Í tilefni af valentínusardeginum eru ástarjátningar vikunnar birtar hér. Hugi vaknaði á sunnudaginn og sagði við mig: Mamma, ég elska þig og það mun ekki breytast!
Stirnir sagði: Ég elska mömmur með hár! Honum finnst svo gott að fikta í hári.
Dalla
Margir ferðast til sinnar heimaborgar/bæjar fyrir hátíðarnar. Allt flug innan Kína er löngu upppantað og lestarmiðar líka. Daisy leggur upp í 13 tíma lestarferð á föstudagskvöldið til að hitta fjölskylduna sína.
Ég minnist þess að hafa lesið um að fullorðinsbleiur væru uppseldar í Kína í kringum nýárið. Þá setja þeir sem þurfa í langar lestarferðir á sig bleiu, lestirnar eru líklega svo troðnar að það er ekki auðvelt að komast á salernið. Ég trúi þessu nú varla að fólk láti gossa í bleiuna, hef ekki séð neinar slíkar bleiur til sölu hérna.
En valentínusardagurinn virðist slá í gegn hérna, á göngu minni í dag sá ég ótal blómasala bjóða rósir til sölu, hérna eru þær oft skreyttar með glimmeri. Ég heyrði af manni sem þurfti að bjóða viðskiptafélögum út að borða í kvöld en það var ómögulegt að panta borð, allt upppantað.
Síðustu dagar hafa verið viðburðaríkir, það er oft svoleiðis fyrir frí.
Ég fór inn í bekkinn hans Huga á föstudaginn og sagði þeim frá tröllum. Ég hafði bók Brians Pilkingtons til hliðsjónar en þar er að finna skemmtilegar staðreyndir um tröll. Eins og það að tröll eru stolt af andlitsvörtunum sínum og að það sé mesta firra að þau verði að steinum þegar sólin kemur upp heldur verða þau svo syfjuð í sólinni að þau sofna og sofa í hundruðir ára og þá hjálpar náttúran til við að fela þau með grasi og fuglahreiðrum. Börnunum fannst þetta allt mjög merkilegt og þau spreyttu sig svo á sínum eigin tröllum. Ég náði mér í steina á blómamarkaði en þeir eru ætlaðir í fiskabúr og hentuðu vel til tröllagerðar. Hugmyndin að tröllunum kom frá Erlu í Ameríku en hún gerði tröll með bekk Sigfúsar sonar síns og jafnaldra Huga.
Tröllin urðu mjög flott hjá krökkunum og litrík því við vorum með litríka pípuhreinsara og annað skraut. Við Ms. D sátum með límbyssur og límdum saman eftir leiðbeiningum barnanna. Hérna er sýnishorn:
Jago vinur Huga
Krakkarnir eru voðalega glöð að fá foreldra inn í bekkinn og brjóta þannig upp skólastarfið. Ég var búin að senda út póst á foreldra og biðja þau um að koma með föndur eða aðrar uppákomur en þegar ég fékk engin viðbrögð tók ég þetta að mér sjálf. Enda er þakklætið mikið hjá krökkunum, ég heyrði bekkjarsystur Huga segja við hann: "Your mom is a genius!" Hún er góð í gullhömrum því hún sneri sér síðan að mér og sagði: "I like your hairstyle!" Ekki amalegt að fá svona gullhamra.
Ég fékk svo að fljóta með í skólabílnum en hérna er skólabíls-ayi og Ms. Peleaez sem hefur umsjón með skólabíl númer 13 sem Hugi og Stirnir ferðast með. Það fylgist einn kennari með hverjum bíl, þeir eru 34 í allt og ekki má neinn verða eftir. Börnin eru á ýmsum námskeiðum eftir skóla eða fara heim með skólafélögum svo þetta er heilmikið skipulag, foreldrar eiga að láta vita með góðum fyrirvara ef börnin fara ekki með skólabílnum heim.
Um kvöldið var innflutningsveisla hjá CCP á nýju skrifstofunni á Wukang lu. Þetta er frábær staður og frábær aðstaða fyrir starfsmenn enda hrifust allir gestir af skrifstofunni.
Verðirnir á svæðinu fengu bjór og var boðið að spila Wii, það er gott að hafa þá góða.
Annars var bara ágætis stuð og margir litu inn, þar á meðal sendinefnd frá Össur Asía.
Kjartan, Hekla og Magnús
Þarna er ég með Elaine og Yongjia
Atli, Larry og Noah
Um helgina hélt góðviðrið áfram. Jago vinur Huga heimsótti okkur á laugardaginn og við könnðum leikvellina í kring. Á sunnudaginn hittum við vini á O´Malleys og börnin léku sér að vanda, ótrúlega sniðugt konsept. Við sátum úti í sólinni og borðuðum írskan pöbbamat.
Natasha mamma Naomi og Cathra mamma Lorelei í Stirnisbekk
Stirnir á hraðferð undan myndavélinni
Hugi á tali við Arthúr nágranna okkar
Í gær voru nokkra mömmur í heimsókn í Stirnisbekk til að fræða börnin um kínverska nýárið. Natasha leiddi föndur og dumplingsgerð, við hinar aðstoðuðum og ég tók fullt af myndum að venju. Natasha sagði söguna í kringum sprengingarnar og flugeldana á nýárinu, allur hávaðinn er nauðsynlegur til að hræða burt skrímsli sem eru á ferðinni á þessum tíma. Hefðin sem tengist því að borða dumplings en það er mauk, svínamauk eða annað sem er sett inn í deighúð og lokað og soðið er tilkomin vegna þess að dumplings líkist gömlum kínverskum peningum og því færir það auð að borða þá.
Þarna eru börnin að fá afhent rautt umslag en þá segja þau: "Gleðilegt ár, viltu gefa mér rautt umslag (hong bao)?" Í umslaginu eru peningar sem þau mega nota í dótakaup. Þau biðja ættingja sína um umslagið rauða.
Þau fengu hvert sitt stjörnuljósið á skólalóðinni...
og borðuðu svo eigin framleiðslu af dumplings
Hópmynd af fiðrildum með Ms. Yuko og Mr. Flesher, Xin nian kuai le! Gleðilegt ár!
Í tilefni af valentínusardeginum eru ástarjátningar vikunnar birtar hér. Hugi vaknaði á sunnudaginn og sagði við mig: Mamma, ég elska þig og það mun ekki breytast!
Stirnir sagði: Ég elska mömmur með hár! Honum finnst svo gott að fikta í hári.
Dalla
Subscribe to:
Posts (Atom)