Fyrsta vikan í jólafríinu er búin að vera mjög skemmtileg. Þetta er allt annað núna en í sumar, við þekkjum fólk og getum skipulagt fundi með fullorðnum og krökkum í fríinu. Í sumar vorum við eiginlega að bíða eftir að skólinn byrjaði, það var svo lítið við að vera hjá okkur.
Við vorum í matarboði hjá Láru, Badda og Lív á sunnudagskvöld. Þar voru einnig Hekla og Magnús með Bogga og Örn. Krakkarnir léku sér vel og við fullorðna fólkið nutum kvöldsins. Lára og Baddi buðu upp á hamborgarhrygg sem var rosalega góður, það var mikil jólastemmning hjá okkur.
Við kvöddum Bogga og fjölskyldu því þau eru farin til Íslands í jólafrí. Hugi sagði að hann hefði knúsað Bogga og grátið stórum fossi af tárum þegar hann kvaddi hann.
Á mánudagsmorgun fórum við á skauta á litlu skautasvelli á sjöttu hæð í verslunarmiðstöð niðri í bæ. Við hittum Naomi úr Stirnisbekk og Natasha mömmu hennar þar. Hugi stóð sig bara vel og ég fékk kennara fyrir hann í 45 mínútur. Hérna tíðkast það að krakkar séu í einkatímum í hinu og þessu, það er svo ódýrt að fá kennara heim. Bekkjarfélagar Huga eru í píanótímum eða kínversku eða öðru heima hjá sér eftir skóla. Það nýjasta sem ég heyrði af er að fólk fær tónlistarskólanemendur til að koma heim og láta krakkana æfa sig á hljóðfærið, þá þurfa foreldrarnir ekki að standa í því heldur.
Við Stirnir æfðum okkur saman og hann var aðeins farinn að standa sjálfur undir lokin. Við ætlum að fara aftur á skauta seinna.
Eftir hádegi heimsóttum við Johan bekkjarfélaga Huga. Hann á japanska mömmu og sænskan pabba og stóran bróður sem er níu ára og heitir Erick. Fjölskyldan býr í skemmtilegu hverfi með grænu svæði bak við hús og þar var stærðarinnar trampólín. Krakkarnir léku úti í 3 tíma og ég sat og drakk te með mömmunni Noriko.
Á þriðjudaginn hittum við frönsku vini okkar Elliot og Lucas með mömmunni Aurelie. Við tókum leigubíl að Longhua garði hérna fyrir sunnan borgina og þar fórum við inn í stóra skemmu sem í var vetrarríki. Þarna var frost og snjór, brekkur, skautasvell og ísskúlptúrar. Myndirnar tala sínu máli:
Þetta var heilmikið fjör að renna sér á mottum og dekkjum niður brekkurnar.
Okkur varð reyndar ansi kalt þarna inni, tærnar voru orðnar kaldar en við fengum okkur heitt kakó til að hita okkur. Á eftir fórum við inn í Longhuagarð og strákarnir léku sér og hentu ýmsu út í sýki.
Veðrið hefur farið hlýnandi þessa viku og það hefur verið sólríkt og fallegt veður.
Á miðvikudaginn hittum við Johan og Erick aftur og byrjuðum á því að fara á innileikvöll í Zhongshangarði.
Við borðuðum hádegismat á Pizza Hut þar sem Hugi át svo mikið af pizzu að bumban á honum stækkaði. Hann sagði sjálfur að hann ætti erindi í Heimsmetabók Guinness eftir pizzuátið.
Eftir matinn fórum við í rólega siglingu um garðinn sem var nú kannski ekki svo róleg því strákarnir vildu flakka á milli báta og stundum hélt ég að við værum í klessubátum því þeir gleymdu stundum að stýra.
Um kvöldið var okkur boðið í mat til Robins og Joe sem eru foreldrar Sylvie í Hugabekk. Hún vinnur sem hönnuður fyrir Target sem flestir íslenskir Ameríkufarar þekkja. Hann hefur verið heimavinnandi þessi tvö ár sem þau hafa búið í Shanghæ en hann er lögfræðingur.
Þetta er eðalfólk og það var virkilega gaman að fara til þeirra og borða ekta amerísk rif. Því miður eru þau að flytja aftur til Minnesota í janúar en það er alltaf gaman að kynnast nýju fólki. Robin hefur verið svo upptekin í vinnu að hún hefur lítið komið í skólann og við vorum bara að uppgötva núna að við náum vel saman. Joe er af tævönskum uppruna en var að læra mandarín hérna, hann talaði málið semsagt ekki áður.
Við erum búin að kaupa allar jólagjafir og pakka öllu inn, kláruðum það í gær. Nú liggur bara fyrir að pakka niður sumarfötunum því við fljúgum í kvöld til Bangkok.
Við sendum öllum vinum og fjölskyldu okkar óskir um gleðileg jól. Við komum kannski inn með færslur frá Thailandi, reynum að láta vita af okkur...
Dalla
Thursday, December 21, 2006
Saturday, December 16, 2006
Hugi kom heim með dagbók sem hann heldur í skólanum.
Síðasta færslan fyrir jólafrí var þessi: "My holiday plans. I will swim in the see and play on the bech." Stafsetning er Huga.
Fyrr í vikunni skrifaði hann þetta: "I was doing a snowman and he can talk and he talk to me and he talk like that "Hi what s your neme?"" Þetta er líka stafsetning Huga. Ms. D kennari Huga sleppir börnunum ekki alveg í frí því þau eiga að halda dagbók í jólafríinu. Hugi er búinn að skreyta forsíðuna með jólageimveru.
Í gær buðum við starfsfólki CCP Asia í jólaglögg. Fólkinu líkaði kannski ekkert sérstakega vel við glöggið, a.m.k. voru ansi mörg full glös hérna þegar það fór. Hugi brá sér í hlutverk jólasveinsins, fór í rauð föt og Stirnir aðstoðaði hann. Þeir útdeildu pökkum í pakkaleik, gengu á milli með pakkana í koddaveri. Þeir voru reyndar svo hrifnir af sumum pökkunum að þeir vildu helst eiga innihaldið. Stór Luigi úr SuperMario leiknum varð hérna eftir þeim til mikillar gleði. Stirnir var búinn að reyna að hafa hann á brott fyrr um kvöldið eins og sést á neðri myndinni. Hann vildi endilega sofa með þennan Luigi.
Hugi og Stirnir skiptu líka út pakka fyrir strák sem fékk stelpulegan pakka við aðra af tveimur kvengestum.
Undir lok veislunnar voru bræðurnir sestir í sófann með stóru, kínversku strákunum og spiluðu tölvuleik. Íslendingarnir héngu í eldhúsinu, drukku og kjöftuðu.
Sunnudagurinn er rólegur framan af með heitu kakó og pizzusnúðum í hádegismat. Hugi dró okkur í sund áðan, við erum orðin léleg í sundferðum núna, laugin er ekkert sérstaklega heit.
Okkur er boðið í mat til Láru og Badda á eftir, þar verður líklega krakkafjör með Lív, Bogga og Erni.
Dalla
Síðasta færslan fyrir jólafrí var þessi: "My holiday plans. I will swim in the see and play on the bech." Stafsetning er Huga.
Fyrr í vikunni skrifaði hann þetta: "I was doing a snowman and he can talk and he talk to me and he talk like that "Hi what s your neme?"" Þetta er líka stafsetning Huga. Ms. D kennari Huga sleppir börnunum ekki alveg í frí því þau eiga að halda dagbók í jólafríinu. Hugi er búinn að skreyta forsíðuna með jólageimveru.
Í gær buðum við starfsfólki CCP Asia í jólaglögg. Fólkinu líkaði kannski ekkert sérstakega vel við glöggið, a.m.k. voru ansi mörg full glös hérna þegar það fór. Hugi brá sér í hlutverk jólasveinsins, fór í rauð föt og Stirnir aðstoðaði hann. Þeir útdeildu pökkum í pakkaleik, gengu á milli með pakkana í koddaveri. Þeir voru reyndar svo hrifnir af sumum pökkunum að þeir vildu helst eiga innihaldið. Stór Luigi úr SuperMario leiknum varð hérna eftir þeim til mikillar gleði. Stirnir var búinn að reyna að hafa hann á brott fyrr um kvöldið eins og sést á neðri myndinni. Hann vildi endilega sofa með þennan Luigi.
Hugi og Stirnir skiptu líka út pakka fyrir strák sem fékk stelpulegan pakka við aðra af tveimur kvengestum.
Undir lok veislunnar voru bræðurnir sestir í sófann með stóru, kínversku strákunum og spiluðu tölvuleik. Íslendingarnir héngu í eldhúsinu, drukku og kjöftuðu.
Sunnudagurinn er rólegur framan af með heitu kakó og pizzusnúðum í hádegismat. Hugi dró okkur í sund áðan, við erum orðin léleg í sundferðum núna, laugin er ekkert sérstaklega heit.
Okkur er boðið í mat til Láru og Badda á eftir, þar verður líklega krakkafjör með Lív, Bogga og Erni.
Dalla
Friday, December 15, 2006
Í vikunni lærði ég hvernig á að bera sig að á hárgreiðslustofu á kínversku. Ég get nú ekki sagt að ég hafi farið oft í klippingu hérna. Einu sinni í sumar, í byrjun ágúst, ég held það hafi aldrei liðið svona langur tími á milli hársnyrtingar. Hárið bara vex og ég sé einhvernveginn út á milli lokkanna. En núna gæti ég farið á stofu og beðið um að láta aðeins særa hárið eða jafnvel fengið mér permanent.
Þegar við ræddum um hárið vildi kennarinn fræða okkur um andlitsfall Kínverja eða andlitslag því það er skilgreint á fjóra vegu hérna.
Fyrst er það egglaga andlitið, það er í laginu eins og gæsaregg og þykir fallegt. Svo er það hnetuandlitslagið sem sagt eins og þríhyrningur, mjókkar niður. Það þykir líka fallegt. Að lokum er það kringlótta andlitið og það ferkantaða sem þykir ekki fallegt. Kennarinn sagði að mamma sín hefði sagt við sig þegar hún var lítil að það væri eins og að horfa ofan í pott þegar hún horfði á andlitið á dótturinni. Hún er semsagt óheppin og er með kringlótta andlitsfallið. Þetta er einstaklega falleg og viðkunnanleg kona en hún passar semsagt ekki inn í fegurðarstaðla. Hér eru konur frá vissum svæðum Kína álitnar fallegar, t.d. Sichuanhérað, þaðan koma fallegar konur. Yongjia vinkona okkar kemur þaðan og hún er líklega með hnetuandlitsfallið, sérstaklega falleg stúlka.
Jólasveinarnir hafa staðið sig vel á ferðalögum vikunnar, við mikla gleði bræðranna. Stekkjarstaur var víst svo aðframkominn af hungri þegar hann kom hingað að hann reyndi að sjúga stólfætur sem gekk víst illa. Hann fann mjólkurglasið að lokum og þakkaði fyrir sig í bréfi.
Í gær var jóla og kveðjuveisla í bekknum hans Huga. Ég sá um skipulagningu með kennararanum, það er mitt hlutverk sem room-parent. Við komum þrjár mömmurnar inn í bekkinn fyrir hádegi og hjálpuðum til við föndur og sull. Sullið fór þannig fram að við hituðum smjör í potti, bættum sykurpúðum útí og létum það bráðna. Að lokum var hrært út í þetta grænum matarlit og Rice krispies.
Krakkarnir mótuðu svo jólatré á diski og skreyttu með nammi. Kitkat var trjástofninn.
Eftir hádegismat var komið að formlegri kveðjustund. Sylvie og Tyrel eru að flytja burt frá Shanghæ í jólafríinu. Krakkarnir voru búnir að útbúa bækur fyrir þau, þar sem hvert barn gerði eina síðu með mynd og texta til þeirra. Hvert barn las svo sinn texta til þeirra.
Þá var komið að leikjum, við fórum í stólaleik en þessi var öðruvísi því enginn datt út heldur var einn stóll tekinn út í hverri umferð. Allir þurftu að sitja svo ef þú fannst ekki lausan stól var ráðið að setjast í kjöltuna á næsta manni. Þetta var mjög gaman, sérstakega undir lokin þegar allir enduðu á einum stól og duttu á gólfið. Við gerðum eina umferð með mömmunum sem voru ansi margar og krakkarnir skemmtu sér vel að sjá mömmurnar sitja í kjöltunni á annarri mömmu og jafnvel fjórar ofan á einni. Því miður engar myndir frá mömmufjörinu.
Krakkarnir fengu að útbúa sér ís með ýmisskonar góðgæti, jarðarberjum, rjóma, súkkulaðisósu...
Skólastjórinn kom líka með mikilvæga sendingu til krakkanna, jólasveinninn hafði bankað upp á hjá honum og beðið hann um að koma bréfum til þeirra. Þetta voru svarbréf frá jólasveininum við bréfum barnanna.
Börnin voru líka búin að föndra jólasokk handa leynivini í bekknum og föndra litla gjöf heima til að setja í sokkinn. Hugi föndraði fugl handa Lucy. Hérna er hann við þá iðju heima.
Það var líka jóla og kveðjuveisla í Stirnisbekk í morgun. Börnin máttu koma með góðgæti í nesti og bjóða með sér. Við tókum með okkur piparkökur sem vöktu lukku. Það eru tveir strákar að kveðja í bekknum, það verða bara þrír strákar eftir og sex stelpur.
Í morgun var líka síðasta samkoman á sal fyrir frí. Árgangurinn hans Stirnis kom fram á sviðinu. Þau léku og sungu við lag um ljónaveiðar og dönsuðu fugladansinn. Stirnir naut sín á sviðinu og brosti allan tímann. Þau dönsuðu fugladansinn tvisvar, með áhorfendum í annað skiptið svo ég rifjaði upp sporin líka.
Við fórum út að borða í hádeginu með tveimur mömmum og dætrum þeirra. Það var mikill æsingur í krökkunum sem fögnuðu því að vera komin í jólafrí. En við fórum á barnvænan stað og þjónarnir reyndu að bjarga fínum glösum og öðru undan þeim. Nokkur þurrkuð blóm lentu á gólfinu, það varð eini skaðinn.
Við erum að bóka næstu viku í félagsskap góðs fólks, bæði krakka og fullorðinna, það styttir biðina eftir jólunum og ferðalaginu.
Núna er það nýjasta hjá Huga að reyna að dáleiða okkur eftir lestur á Kafteini ofurbrók, hann vildi kaupa armband í dag sem gæti komið í staðinn fyrir dáleiðsluhringinn í bókinni. Rétt í þessu reyndi hann að dáleiða mig svo ég myndi láta eins og hæna. Gaggaga.
Dalla
Þegar við ræddum um hárið vildi kennarinn fræða okkur um andlitsfall Kínverja eða andlitslag því það er skilgreint á fjóra vegu hérna.
Fyrst er það egglaga andlitið, það er í laginu eins og gæsaregg og þykir fallegt. Svo er það hnetuandlitslagið sem sagt eins og þríhyrningur, mjókkar niður. Það þykir líka fallegt. Að lokum er það kringlótta andlitið og það ferkantaða sem þykir ekki fallegt. Kennarinn sagði að mamma sín hefði sagt við sig þegar hún var lítil að það væri eins og að horfa ofan í pott þegar hún horfði á andlitið á dótturinni. Hún er semsagt óheppin og er með kringlótta andlitsfallið. Þetta er einstaklega falleg og viðkunnanleg kona en hún passar semsagt ekki inn í fegurðarstaðla. Hér eru konur frá vissum svæðum Kína álitnar fallegar, t.d. Sichuanhérað, þaðan koma fallegar konur. Yongjia vinkona okkar kemur þaðan og hún er líklega með hnetuandlitsfallið, sérstaklega falleg stúlka.
Jólasveinarnir hafa staðið sig vel á ferðalögum vikunnar, við mikla gleði bræðranna. Stekkjarstaur var víst svo aðframkominn af hungri þegar hann kom hingað að hann reyndi að sjúga stólfætur sem gekk víst illa. Hann fann mjólkurglasið að lokum og þakkaði fyrir sig í bréfi.
Í gær var jóla og kveðjuveisla í bekknum hans Huga. Ég sá um skipulagningu með kennararanum, það er mitt hlutverk sem room-parent. Við komum þrjár mömmurnar inn í bekkinn fyrir hádegi og hjálpuðum til við föndur og sull. Sullið fór þannig fram að við hituðum smjör í potti, bættum sykurpúðum útí og létum það bráðna. Að lokum var hrært út í þetta grænum matarlit og Rice krispies.
Krakkarnir mótuðu svo jólatré á diski og skreyttu með nammi. Kitkat var trjástofninn.
Eftir hádegismat var komið að formlegri kveðjustund. Sylvie og Tyrel eru að flytja burt frá Shanghæ í jólafríinu. Krakkarnir voru búnir að útbúa bækur fyrir þau, þar sem hvert barn gerði eina síðu með mynd og texta til þeirra. Hvert barn las svo sinn texta til þeirra.
Þá var komið að leikjum, við fórum í stólaleik en þessi var öðruvísi því enginn datt út heldur var einn stóll tekinn út í hverri umferð. Allir þurftu að sitja svo ef þú fannst ekki lausan stól var ráðið að setjast í kjöltuna á næsta manni. Þetta var mjög gaman, sérstakega undir lokin þegar allir enduðu á einum stól og duttu á gólfið. Við gerðum eina umferð með mömmunum sem voru ansi margar og krakkarnir skemmtu sér vel að sjá mömmurnar sitja í kjöltunni á annarri mömmu og jafnvel fjórar ofan á einni. Því miður engar myndir frá mömmufjörinu.
Krakkarnir fengu að útbúa sér ís með ýmisskonar góðgæti, jarðarberjum, rjóma, súkkulaðisósu...
Skólastjórinn kom líka með mikilvæga sendingu til krakkanna, jólasveinninn hafði bankað upp á hjá honum og beðið hann um að koma bréfum til þeirra. Þetta voru svarbréf frá jólasveininum við bréfum barnanna.
Börnin voru líka búin að föndra jólasokk handa leynivini í bekknum og föndra litla gjöf heima til að setja í sokkinn. Hugi föndraði fugl handa Lucy. Hérna er hann við þá iðju heima.
Það var líka jóla og kveðjuveisla í Stirnisbekk í morgun. Börnin máttu koma með góðgæti í nesti og bjóða með sér. Við tókum með okkur piparkökur sem vöktu lukku. Það eru tveir strákar að kveðja í bekknum, það verða bara þrír strákar eftir og sex stelpur.
Í morgun var líka síðasta samkoman á sal fyrir frí. Árgangurinn hans Stirnis kom fram á sviðinu. Þau léku og sungu við lag um ljónaveiðar og dönsuðu fugladansinn. Stirnir naut sín á sviðinu og brosti allan tímann. Þau dönsuðu fugladansinn tvisvar, með áhorfendum í annað skiptið svo ég rifjaði upp sporin líka.
Við fórum út að borða í hádeginu með tveimur mömmum og dætrum þeirra. Það var mikill æsingur í krökkunum sem fögnuðu því að vera komin í jólafrí. En við fórum á barnvænan stað og þjónarnir reyndu að bjarga fínum glösum og öðru undan þeim. Nokkur þurrkuð blóm lentu á gólfinu, það varð eini skaðinn.
Við erum að bóka næstu viku í félagsskap góðs fólks, bæði krakka og fullorðinna, það styttir biðina eftir jólunum og ferðalaginu.
Núna er það nýjasta hjá Huga að reyna að dáleiða okkur eftir lestur á Kafteini ofurbrók, hann vildi kaupa armband í dag sem gæti komið í staðinn fyrir dáleiðsluhringinn í bókinni. Rétt í þessu reyndi hann að dáleiða mig svo ég myndi láta eins og hæna. Gaggaga.
Dalla
Monday, December 11, 2006
Nú á Stekkjastaur langa ferð fyrir höndum í nótt, hann þarf að koma alla leið til Kína. Strákarnir komust að þeirri niðurstöðu í kvöldbaðinu að hann færi fyrst til krakkanna á Íslandi, svo til Eggerts á Spáni og að lokum kæmi hann til Kína. Það passar kannski ekki alveg vegna tímamismunar, við erum 8 klukkutímum á undan Íslandi en það skiptir ekki máli.
Þetta bréf og mjólkurglas bíður eftir þreyttum og köldum Stekkjastaur í gluggakistunni á Hongqiao lu.
"Kæri jólasveinn, hér er mjólkurglas fyrir þig. Ég held að ég fái góða gjöf kæri Stekkjastaur. Hugi."
Þetta bréf og mjólkurglas bíður eftir þreyttum og köldum Stekkjastaur í gluggakistunni á Hongqiao lu.
"Kæri jólasveinn, hér er mjólkurglas fyrir þig. Ég held að ég fái góða gjöf kæri Stekkjastaur. Hugi."
Saturday, December 09, 2006
Þetta er heimagerða dagatalið hans Huga. Klósettpappírsrúllur skornar niður, límdar á karton og svo útbjuggum við lok með dagsetningunni, þá er smá pláss fyrir nammi eða annað smálegt í hólfinu sem myndast.
Annars er nú lítið komið af jólaskrauti upp hjá okkur. Kannski vegna þess að við erum að fara í ferðalag yfir jólin. En við fórum af stað mæðginin í gær í leit að jólatré og fundum eitt úti á götu fyrir framan litla blómabúð. Við keyptum það með öllu skrautinu og seríu líka og bárum það hingað heim.
Bræðurnir réðust í tiltekt í herberginu sínu því þeir vildu fá tréð inn í sitt herbergi. Ég heyrði Huga tala um að það væri erfitt að hafa jól því þá þyrfti að taka til og gera fínt. Ekki var ég að hvetja þá í tiltektinni, þeir tóku upp á þessu sjálfir.
Á fimmtudagskvöldið var vetrarveisla í skóla strákanna, það er ekki hægt að segja annað en þessi skóli stendur sig vel í hátíðahöldum eða réttara sagt foreldrafélagið. Þar er klárt fólk í event management innanborðs. En kvöldið byrjaði illa hjá okkur, við vorum föst í umferð mæðginin í leigubíl í klukkutíma og bræðurnir rifust allan tímann um vasaljós sem Stirnir tók með sér. Ég sat á milli þeirra og alltaf grét annar þeirra, leigubílstjórinn sýndi mikið æðruleysi.
En það var fjör í veislunni, skemmtiatriðin voru stúlkur sem sýndu fimleikaatriði og galdrakarl sem skipti um andlit, ekta kínverskt. Nemendurnir límdu svo snjókorn sem þeir höfðu útbúið á merki skólans uppi á sviði og svo voru pakkaskipti.
Eftir skemmtunina var boðið upp á súkkulaðihlaðborð og súkkulaðigosbrunn, súkkulaðimartini handa foreldrum, mjög gott. Undirrituð var of upptekin við að sulla í sig og á sig súkkulaðinu svo ekkert varð um myndatökur þar.
Lokaatriðið var flugeldasýning á skólalóðinni.
Annars er nú lítið komið af jólaskrauti upp hjá okkur. Kannski vegna þess að við erum að fara í ferðalag yfir jólin. En við fórum af stað mæðginin í gær í leit að jólatré og fundum eitt úti á götu fyrir framan litla blómabúð. Við keyptum það með öllu skrautinu og seríu líka og bárum það hingað heim.
Bræðurnir réðust í tiltekt í herberginu sínu því þeir vildu fá tréð inn í sitt herbergi. Ég heyrði Huga tala um að það væri erfitt að hafa jól því þá þyrfti að taka til og gera fínt. Ekki var ég að hvetja þá í tiltektinni, þeir tóku upp á þessu sjálfir.
Á fimmtudagskvöldið var vetrarveisla í skóla strákanna, það er ekki hægt að segja annað en þessi skóli stendur sig vel í hátíðahöldum eða réttara sagt foreldrafélagið. Þar er klárt fólk í event management innanborðs. En kvöldið byrjaði illa hjá okkur, við vorum föst í umferð mæðginin í leigubíl í klukkutíma og bræðurnir rifust allan tímann um vasaljós sem Stirnir tók með sér. Ég sat á milli þeirra og alltaf grét annar þeirra, leigubílstjórinn sýndi mikið æðruleysi.
En það var fjör í veislunni, skemmtiatriðin voru stúlkur sem sýndu fimleikaatriði og galdrakarl sem skipti um andlit, ekta kínverskt. Nemendurnir límdu svo snjókorn sem þeir höfðu útbúið á merki skólans uppi á sviði og svo voru pakkaskipti.
Þetta er Mr. Murdoch, hann er kynnir á flestum skemmtunum og er mikill fjörkálfur, þarna gekk hann um sviðið á höndum.
Eftir skemmtunina var boðið upp á súkkulaðihlaðborð og súkkulaðigosbrunn, súkkulaðimartini handa foreldrum, mjög gott. Undirrituð var of upptekin við að sulla í sig og á sig súkkulaðinu svo ekkert varð um myndatökur þar.
Lokaatriðið var flugeldasýning á skólalóðinni.
Monday, December 04, 2006
Desember ætlar að vera skemmtilegur mánuður, félagslífið verður fjörugt í Shanghæ eins og í Reykjavík. Að morgni fyrsta des fór ég í morgunkaffi hjá Fionu írsku, mömmu í Hugabekk. Þar var mikið spjallað, við erum m.a. að skipuleggja jólaveislu í bekknum í næstu viku. Á sama tíma verða tvær stelpur kvaddar sem flytja burt í jólafríinu, m.a. Tyrel dóttir Fionu. Þá jafnast kynjahlutföllin aðeins í bekknum, núna eru 9 stelpur og 6 strákar.
Fiona skutlaði mér að kaupa jólakort en ég var nú svo bjartsýn að ætla að láta Huga og Stirni föndra kortin þetta árið en það gekk ekki upp. Stirnir vildi bara teikna myndir af nöktum fjölskyldumeðlimum á kortin sem mér finnst ekki passa handa eldri frænkum og öðrum vinum.
Eftir kortakaupin gekk ég í átt að lestarstöð og á gangbrautarljósum var hnippt í mig, þá var Yongjia þar stödd. Mér finnst frekar fyndið að hitta vini óvænt í svona stórri borg, ég smellti mynd af henni í tilefni fundarins.
Á laugardag voru Litlu jól Íslendingafélagsins haldin á heimili Önnu formanns. Þarna voru rúmlega 20 landar, 5 börn þar á meðal. Það myndaðist fín stemmning og maturinn var virkilega góður, hangikjöt, hamborgarhryggur og meðlæti. Krakkarnir úðuðu í sig kleinum sem Anna steikti og hlupu um. Það kom í ljós að barnafólkið hafði mesta úthaldið, kannski vegna þess að okkur er sjaldan boðið í partý. Börnin voru ennþá í fullu fjöri um eittleytið þegar við héldum heim á leið, Stirnir var sá eini sem blundaði í sófanum fyrir brottför. Að íslenskum sið var mesta fjörið í eldhúsinu þar sem sköpuðust heitar umræður um expata, maka þeirra og skatta og tryggingamál.
Stjórnin, Dalla ritari, Lára gjaldkeri og Anna formaður.
Í bænum eru félagar frá gamla vinnustaðnum mínum , eða núverandi vinnustað því ég fékk bara launalaust leyfi. Jónbi og Kristján eru hérna til að hitta fyrirtæki í bransanum.
Ég lóðsaði þá um í gær, sunnudag. Þá langaði til að versla og við fórum saman á feikmarkaðinn til að byrja með. Þeir lýstu því yfir að þeir kynnu ekki að prútta svo ég tók það að mér fyrir þá. Þegar fyrstu tölur voru nefndar kom ég með móttilboð sem var yfirleitt minna en einn tíundi af verðinu. Jónbi og Kristján fölnuðu og blánuðu og héldu að ég væri snarvitlaus að bjóða svona lágt. Upphaflega verðið var kannski ekki svo hátt í upphafi og helmingurinn af því fannst þeim ásættanlegt verð. En ég var hörð og yfirleitt endaði það á því að ég borgaði 10 prósent af uppsettu verði. Ég tilkynnti sölufólkinu að ég væri Shanghæbúi, þekkti verðið svo það þýddi ekkert að væla. Þeir gerðu a.m.k. nokkuð góð kaup.
Ég sló svo um mig og pantaði hádegismatinn á kínversku og prúttaði einu sinni á kínversku líka.
Reyndar vorum við öll uppgefin eftir þetta prútt, það tekur á að standa í þessu stappi. Maður er feginn að fara bara í búðir á eftir þar sem ekki er hægt að prútta.
Í gærkvöldi fórum við Kjartan út að borða með Kristjáni á flottan stað og hittum svo Jónba og Jaqueline sem rekur framleiðslufyrirtæki hérna. Myndin er af okkur Jaqueline.
Ég lóðsaði þá um í gær, sunnudag. Þá langaði til að versla og við fórum saman á feikmarkaðinn til að byrja með. Þeir lýstu því yfir að þeir kynnu ekki að prútta svo ég tók það að mér fyrir þá. Þegar fyrstu tölur voru nefndar kom ég með móttilboð sem var yfirleitt minna en einn tíundi af verðinu. Jónbi og Kristján fölnuðu og blánuðu og héldu að ég væri snarvitlaus að bjóða svona lágt. Upphaflega verðið var kannski ekki svo hátt í upphafi og helmingurinn af því fannst þeim ásættanlegt verð. En ég var hörð og yfirleitt endaði það á því að ég borgaði 10 prósent af uppsettu verði. Ég tilkynnti sölufólkinu að ég væri Shanghæbúi, þekkti verðið svo það þýddi ekkert að væla. Þeir gerðu a.m.k. nokkuð góð kaup.
Ég sló svo um mig og pantaði hádegismatinn á kínversku og prúttaði einu sinni á kínversku líka.
Reyndar vorum við öll uppgefin eftir þetta prútt, það tekur á að standa í þessu stappi. Maður er feginn að fara bara í búðir á eftir þar sem ekki er hægt að prútta.
Í gærkvöldi fórum við Kjartan út að borða með Kristjáni á flottan stað og hittum svo Jónba og Jaqueline sem rekur framleiðslufyrirtæki hérna. Myndin er af okkur Jaqueline.
Subscribe to:
Posts (Atom)