Eyja er matargat, hún er dugleg að borða eins og bræðurnir voru, þeir eru bara orðnir matvandir með aldrinum. Í leikskólanum voru þeir stundum stoppaðir af eftir þriðja disk, borðuðu meira en fullorðnir menn. En Eyja borðar allt sem Lí útbýr handa henni, núðlur og dumplings þykir henni lostæti og Lí segir að hún sé eins og kínverskt barn. Í dag sagði Lí mér að Eyja hefði sagt fyrsta orðið á kínversku "pai, pai shou”! Hún klappaði saman höndunum um leið eins og við átti.
Hérna er sería af kínverska barninu borða jarðarber:
Ég er á Facebook eins og flestir Íslendingar. Síðustu mánuði hef ég náð sambandi við gamla skólafélaga frá Frakklandi. Þar á meðal var Maud sem var samtíða mér bæði í Nice og í París. Ég sá á prófílnum hennar að hún ferðast til Kína og spurði hana hvort hún ætti leið um Sjanghæ. Hún hafði samband fyrir nokkru og sagðist vera á leið til Yiwu en þar kaupir hún skartgripi fyrir franskt fyrirtæki sem selur í 300 verslanir í Frakklandi. Venjulega flýgur hún gegnum Hong Kong til Hangzhou og fer í bíl þaðan til Yiwu. En nú tók hún beint flug frá París til Sjanghæ og eyddi fimm dögum á markaðnum stóra í Yiwu og kom svo hingað til okkar og gisti eina nótt. Við vinkonurnar, sem höfum ekki sést í 15 ár smullum saman aftur og skoðuðum borgina og hún var stórhrifin, bæði af hverfinu okkar og fjármálahverfinu við ána Huangpu.
Maud og ég við ána og það sést yfir til Pudong.
Við fengum okkur hádegismat á Park Hyatt, á veitingastað á 91stu hæð og horfðum niður á Jin Mao turninn sem er 88 hæðir.
Límonaði á Taikang lú í lok dags.
Gott að fá sér blund.
Kínverjar eru góðir í því að sofa, jafnvel á fjölfarinni gangstétt.
Við Elsa og Hekla fórum í menningartúr um franska hverfið, skoðuðum falleg efni og villur.
Eldri kona gerir teygjuæfingar í garði.
Helgin var viðburðarík. Við fórum með Heklu og Magnúsi á fatamarkaðinn og pöntuðum okkur föt. Lí passaði barnaskarann en Ásta litla fylgdi okkur. Við fengum okkur hádegisverð á spænskum stað, sátum úti í góða veðrinu. Hadley og Emma komu í gistingu til okkar og við fórum í sund í Ambassy en útilaugin opnaði um helgina. Kjartan myndaði okkur í lauginni, Dan pabbi stelpnanna hitti okkur þar.
Stirnir stekkur
Hugi hikar
Eyja var stórhrifin af sundinu, skipti ekki máli þó laugin væri köld.
Hadley og Hugi, bestu vinir.
Hadley er fín fyrirsæta án þess að vita af því.
Emma litla systir
Eyja var ekki sátt við að fara uppúr.
En tók gleði sína aftur í innilauginni.
Dalla
1 comment:
Skemmtilegar myndir. Sérstaklega þessar af konunni að teygja sig í garðinum og kallinum sem svaf úti á miðri götu. Gaman að sjá mismuninn á menningarheimum.
Hér er hafa verið fjórir góðir sumardagar og maður lifir í voninni um að það taki að lægja svo fjöskyldan geti flutt út í garð og chillað, enda ekki hægt að fara mikið lengra meðan krónan liggur einhverstaðar á hafsbotni.
Bestu kveðjur af bragagötu
Guðrún, Kjartan og Kjartan Ragnar
Post a Comment