Hekla fyrir utan sundlaugina á Ambassy club á sólríkum degi fyrir viku
Magnús og Eyja sama dag á svölunum hjá CCP
Ekki spör á brosin hún Eyja
Þarna kemur íslenska sendinefndin á degi Sameinuðu þjóðanna
Fjórir Íslendingar í SCIS, Shanghai Community International School
Svolítið sundurleit í klæðaburði en falleg eru þau
Christina kennari frá Kólumbíu
Sænska liðið og þarna sjást Ebba, Andrea og Karólína nágrannavinkonur
Philip líka í sænska liðinu
Noah Flesher frá Bandaríkjunum
Hugi skundar á svið til að segja Ísland
Ævar og Stirnir eru sposkir þegar þeir horfa á Huga á sviðinu
Systkininin Ævar og Edda
Bræðurnir Hugi og Stirnir
Hugabekkur stillir sér upp fyrir myndatöku
Hugi með sinni ástkæru Hadley
Emily frá Bandaríkjunum, Klint frá Lettlandi, Robert frá Svíþjóð, Karl frá Hong Kong, Emma frá Ástralíu, Hugi frá Íslandi, Hadley frá Bandaríkjunum og Emily frá Kóreu
Grettumynd í lokin
Matthías og Elin sem er orðin myndarleg, með Ebbu
Eyja er alltaf á ferðinni núna, þarna komin undir leikteppið
Frekar fyndið
Hugi var mjög spenntur fyrir afmælið og óttaðist mikið að það myndi rigna. Sú varð reyndar raunin en það kom ekki að sök, þetta var engin hellidemba og krakkarnir gátu vel hoppað í kastalanum í portinu okkar. Þeir hörðustu komu blautir inn eftir hoppið. Það voru rúmlega 20 krakkar hérna og örugglega um 15 fullorðnir.
Kjartan setti Sing star í gang og krakkarnir fengu að syngja og þá vildi fullorðna fólkið líka fá að prófa. Þetta varð bara fínasta partí. Hugi blés á kerti á kastalasúkkulaðiköku, undirrituð bakaði og Kjartan sá um hönnun og samsetningu. Því miður gleymdist að mynda kökuna.
Huga varð að ósk sinni að allir skemmtu sér vel og mætingin var góð. Hann fékk líka fallega pakka, margar góðar bækur og skemmtilegt dót. Einkalíf nágranna okkar verður ekki mikið héðan í frá því Hugi fékk stefnuvirkan hljóðnema til njósnastarfa. Atli aðstoðaði við að setja hann saman, enda pakki kominn frá Atla. Margir kallarnir hérna lýstu því yfir að þetta hefðu þeir viljað eiga sem börn. Systurnar Hadley og Emma mættu með stórt playmoskip sem var sett saman á laugardagskvöldið, Boggi og Örn aðstoðuðu við það. En hérna koma nokkrar stemmningsmyndir:
Andrea í hoppukastalalestinni í afmælisveislu Huga
Eina myndin sem náðist af Huga á afmælisdaginn og það sést ekki framan í hann fyrir hári eins og tengdamamma óttaðist
Magnús og Hekla
Lí og Eyja fylgjast með hoppandi krökkum
Hekla heilsar upp á þær
Krakkarnir gerðu æfingar í rigningunni
Hadley Hugavinkona
Emma, litla systir Hadley
Sprengja fallin, búið að taka upp pakkana
Helgarfjörið var ekki búið því í gær sunnudag var strákunum boðið í afmæli eftir morgunfimleikana. Eftir þá veislu fengum við lambalæri hjá Heklu, Magnúsi og sonum, alveg punkturinn yfir i-ið á skemmtilegri helgi.
Dalla