Monday, October 27, 2008

UN day og afmæli

2008 okt 120

Hekla fyrir utan sundlaugina á Ambassy club á sólríkum degi fyrir viku

2008 okt 121

Magnús og Eyja sama dag á svölunum hjá CCP

2008 okt 122

Ekki spör á brosin hún Eyja

2008 okt 127

Þarna kemur íslenska sendinefndin á degi Sameinuðu þjóðanna

2008 okt 129

Fjórir Íslendingar í SCIS, Shanghai Community International School

2008 okt 131

Svolítið sundurleit í klæðaburði en falleg eru þau

2008 okt 133

Christina kennari frá Kólumbíu

2008 okt 136

Sænska liðið og þarna sjást Ebba, Andrea og Karólína nágrannavinkonur

2008 okt 137

Philip líka í sænska liðinu

2008 okt 138

Noah Flesher frá Bandaríkjunum

2008 okt 141

Hugi skundar á svið til að segja Ísland

2008 okt 142

Ævar og Stirnir eru sposkir þegar þeir horfa á Huga á sviðinu

2008 okt 142-1

Systkininin Ævar og Edda

2008 okt 143

Bræðurnir Hugi og Stirnir

2008 okt 144

Hugabekkur stillir sér upp fyrir myndatöku

2008 okt 145

Hugi með sinni ástkæru Hadley

2008 okt 146

Emily frá Bandaríkjunum, Klint frá Lettlandi, Robert frá Svíþjóð, Karl frá Hong Kong, Emma frá Ástralíu, Hugi frá Íslandi, Hadley frá Bandaríkjunum og Emily frá Kóreu

2008 okt 147

Grettumynd í lokin

2008 okt 149

Matthías og Elin sem er orðin myndarleg, með Ebbu

2008 okt 150

Eyja er alltaf á ferðinni núna, þarna komin undir leikteppið

2008 okt 151

Frekar fyndið

Hugi var mjög spenntur fyrir afmælið og óttaðist mikið að það myndi rigna. Sú varð reyndar raunin en það kom ekki að sök, þetta var engin hellidemba og krakkarnir gátu vel hoppað í kastalanum í portinu okkar. Þeir hörðustu komu blautir inn eftir  hoppið.  Það voru rúmlega 20 krakkar hérna og örugglega um 15 fullorðnir.

Kjartan setti Sing star í gang og krakkarnir fengu að syngja og þá vildi fullorðna fólkið líka fá að prófa. Þetta varð bara fínasta partí. Hugi blés á kerti á kastalasúkkulaðiköku, undirrituð bakaði og Kjartan sá um hönnun og samsetningu. Því miður gleymdist að mynda kökuna.

Huga varð að ósk sinni að allir skemmtu sér vel og mætingin var góð. Hann fékk líka fallega pakka, margar góðar bækur og skemmtilegt dót. Einkalíf nágranna okkar verður ekki mikið héðan í frá  því Hugi fékk stefnuvirkan hljóðnema til njósnastarfa. Atli aðstoðaði við að setja hann saman, enda pakki kominn frá Atla. Margir kallarnir hérna lýstu því  yfir að þetta hefðu þeir viljað eiga sem börn. Systurnar Hadley og Emma mættu með stórt playmoskip sem var sett saman á laugardagskvöldið, Boggi og Örn aðstoðuðu við það. En hérna koma nokkrar stemmningsmyndir:

2008 okt 153

Andrea í hoppukastalalestinni í afmælisveislu Huga

2008 okt 154

2008 okt 155

2008 okt 156

Eina myndin sem náðist af Huga á afmælisdaginn og það sést ekki framan í hann fyrir hári eins og tengdamamma óttaðist

2008 okt 157

Magnús og Hekla

2008 okt 158

Lí og Eyja fylgjast með hoppandi krökkum

2008 okt 159

Hekla heilsar upp á þær

2008 okt 160

Krakkarnir gerðu æfingar í rigningunni

2008 okt 161

Hadley Hugavinkona

2008 okt 163

Emma,  litla systir Hadley

2008 okt 165

Sprengja fallin, búið að taka upp pakkana

Helgarfjörið var ekki búið því í gær sunnudag var strákunum boðið í afmæli eftir morgunfimleikana. Eftir þá veislu fengum við lambalæri hjá Heklu, Magnúsi og sonum, alveg punkturinn yfir i-ið á skemmtilegri helgi.

Dalla

Thursday, October 23, 2008

Hér er afmælisundirbúningur í fullum gangi, kakan komin í ofninn, já súkkulaðikakan.
Hugi hlakkar mikið til afmælisins, getur ekki beðið segir hann.

Ég fór í morgun í skóla strákanna til að fylgjast með hátíðahöldum í tilefni dags Sameinuðu þjóðanna. Börn frá tæplega 50 löndum ganga í skólann og í morgun klæddust börnin þjóðbúningum frá sínu landi eða fánalitunum. Huga og Stirni var troðið í vestin góðu frá Catherine enn eitt árið og voru myndarlegir að vanda. Ævar og Edda gengu með þeim með íslenska fánann og voru sportlega klædd í fánalitina. Þau stóðu sig vel og Hugi fór upp á svið til að segja nafnið á landinu sínu. Ég verð alltaf hálf meyr þennan dag, það er eitthvað hátíðlegt að sjá íslenska fánann þarna á meðal annarra. Þó þjóðarstoltið sé aðeins sært að þá hugsar maður heim á þessum degi og er stoltur af upprunanum. Ég set myndir frá deginum inn seinna.

Í gærkvöldi hlustuðum við á hádegisfréttur á RÚV. Þar var talað um að komandi kynslóðir og börnin þyrftu að borga skuldir okkar. Hugi greip þetta á lofti og spurði skelkaður hvort börnin á Íslandi þyrftu nú að fara að vinna. Hann sagði líka að ef við gætum ekki flutt aftur til Íslands þá vildi hann fara til Ameríku næst.

Eyja gerðist sjálfbjarga í gærkvöldi því ég hljóp frá henni í símann þegar ég var að gefa henni grautinn. Hún tók skálina með báðum höndum og reyndi að hella upp í sig sjálf. Það tókst nú ekki vel, það fór allt framan á hana og í stólinn en hún opnaði munninn upp á gátt ef eitthvað myndi hitta á réttan stað. Skálina missti hún ekki.
Hún byrjaði að klappa á mánudaginn og klappar mikið, er voða montin.

Stirnir var í skólamyndatöku í gær og ég átti leið í skólann og rakst á kennarann hans. Hún var í hláturskasti yfir svipbrigðunum hjá honum, sagði að hann hefði brosað svo breitt að það hefði verið eins og hann hefði fengið raflost. Hún reyndi að segja honum að slaka á en það gekk illa, það komu alltaf ný svakaleg svipbrigði.

Kíki á kökuna, spáin góð fyrir morgundaginn,

Dalla

Friday, October 17, 2008

Átta mánaða

2008 okt 93

Eyja varð átta mánaða í vikunni og stillti sér upp til myndatöku á hjónarúminu af því tilefni:

2008 okt 94

2008 okt 95

2008 okt 96

2008 okt 97

2008 okt 98

2008 okt 99

2008 okt 100

2008 okt 101

Nóg komið

2008 okt 102

Kvöldstemmning á Yongjia lu, maturinn kominn á borðið

2008 okt 103

Laxaréttur, önd og græna kínverska grænmetið

2008 okt 104

Eyja montin að æfa sig að standa með Lí

2008 okt 105

2008 okt 106

Mömmu hádegisverður, Hekla sem á von á sér í desember, Beatriz sem á von á sér í nóvember og Ada mamma Töru

2008 okt 108

Eyja 8 mánaða og Tara 2ja mánaða sitja fyrir

2008 okt 109

2008 okt 110

Hvað segirðu?

2008 okt 111

Koss

2008 okt 112

Eyja fékk að skoða bumbuna

2008 okt 113

2008 okt 114

Hugi og Eyja á skólalóðinni, skólabílarnir bíða brottfarar í baksýn, þeir eru orðnir yfir 100 talsins enda um 1000 börn í skólanum. Þessi mynd er tekin í dag, veðrið ennþá hlýtt hjá okkur, um 25 stiga hiti.

Við mæðgurnar fylgdumst með samkomu á sal, margir vinir okkar komu fram, þar á meðal Edda, Ebba og Karólína. Eyja var spennt yfir söngnum hjá krökkunum og hossaði sér og reyndi að klappa líka.

2008 okt 115

Eyja hló svo mikið að Huga í bílnum að hún hikstaði og gubbaði til skiptis. Hugi sagði að Eyja elskaði sig mjög mikið.

2008 okt 115-1

Hugi sýndi mér leiktækin

2008 okt 117

Hugi og Hadley, sést varla í þau fyrir hári, já þessi ungdómur

2008 okt 118

Lí býr til dumplings

2008 okt 119

Það voru rækjur í maukinu sem hún setur inn í deigið, ljúffengt eins og allt sem hún gerir

Við erum að undirbúa afmæli Huga eftir rúma vikuog sendum út boðskort í gær. Fredrik nágranni okkar var að spyrja Huga að því í gær hvað hann vildi fá í afmælisgjöf og hann var tregur til að svara. Að lokum svaraði hann því að mikilvægast væri að allir kæmust í afmælið og skemmtu sér vel. Fallegar hugsanir hjá afmælisbarninu á þessum síðustu og verstu...

Stirnir kom heim síðasta föstudag og vildi setjast við lestur. Ástæðan var sú að á hverjum degi eiga börnin í hans bekk að lesa heima og foreldrarnir að senda inn miða því til staðfestingar að þau hafi lesið. Suma daga vildi Stirnir ekki lesa og því var enginn miði sendur inn. En síðasta föstudag var haldin veisla í bekknum þar sem aðeins þeim sem höfðu lesið á hverjum degi var boðið til. Hann ætlar ekki að missa af næstu veislu og situr við lestur öll kvöld.

Hugi er duglegur að æfa sig á gítarinn og tekur framförum. Hann er búinn að ná spænska laginu sem hann er að æfa mjög vel.  Kennarinn hrósar honum mikið. Stirnir vill ekki koma nálægt tónlistarskólanum, hann er hræddur um að ég setji hann í kórtíma eins og ég ætlaði mér.

Helgin framundan, veisluhöld og brúðkaup...góða helgi!

Dalla