Monday, September 22, 2008

Hérna koma loksins myndir frá handbolta/ólympíuhelginni. Ég fékk nýja tölvu og myndvinnslan var að komast í gagnið núna.


Leikur í portinu með Bogga og Erni, búningarnir eru gerðir úr kössunum utan af stólunum nýju.



Hugmyndaríkir ungir menn



og orkumiklir



Eyja og Hekla, von á barni í desember



Eyja við matarborðið


Sería, Eyja og Eyrnaslapi í leik í ágúst:






Hér eru allir í góðum gír. Við fórum í til Xi´an um helgina með Matta og Maríu sem fluttu hingað í síðustu viku. Tilefnið var að við horfðum á myndina The mummy 3 þar sem keisarinn vekur upp leirhermenn sína og vill í stríð. Hugi hreifst svo af leirhernum að hann langaði til að fara og sjá hann. Fyrst hringdi hann í Hadley vinkonu sína og spurði hana hvort þetta væri kúl, því hún var búin að fara til Xi´an. Henni fannst þetta semsagt kúl.
En ég segi frá ferðinni í myndum seinna, er ennþá að fara yfir þær myndir.

Við Hugi fórum í afmælisveislu til Benedicte eina helgina, hún er vinkona úr gamla bekknum, kínversk/norsk. Eftir veisluna fórum við þrjú, Eyja líka með,í matarinnkaup í Cityshop á Huaihaigötu. Þar var mikið um að vera, fólk allsstaðar því það var hátíðisdagur daginn eftir og kínverjar hafa tekið upp þann sið okkar að kaupa mikið fyrir hátíðar. Þegar við komum upp á gatnamótin úr búðinni missti ég sjónar áHuga í nokkrar mínútur og hljóp eins og hauslaus hæna og kallaði á hann. Þarna kom kona aðvífandi sem benti mér á hvar hann væri en þá stóð hann kyrr úti við götu og leit eftir mér. Ég hljóp til hans og var fegin að sjá hann og spurði hvort hann hefði nokkuð ætlað að fara að gráta. Svarið var skýrt og skorinort: Kúrekar gráta ekki!

Það var ómögulegt að fá leigubíl svo við löbbuðum af stað, þó ekki með pokana, þá fáum við senda heim. Á næstu gatnamótum kom rikshaw að okkur og bílstjórinn bauð okkur far sem við þáðum. Það passaði að þegar við renndum upp að hliðinu okkar kom hellidemba, við hefðum sko orðið gegnvot ef við hefðum verið á ferðinni. Sjá myndir hér neðar.

Hér fylgjumst við með þurrmjólkurmálinu hræðilega sem lítur út fyrir að nái yfir allar mjólkurvörur. Í vörum stærsta mjólkurvöruframleiðanda borgarinnar hefur melanín fundist líka. Hugi borðar oft jógúrt frá þessu merki en það er búið að setja hann í jógúrtbann núna. Enda segjast þeir strákar ekki vilja pissa steinum.
Skóli strákanna er hættur að bjóða uppá mjólkurvörur þangað til málin skýrast. Við kaupum innflutta g-mjólk frá Frakklandi eða Nýja Sjálandi en höfum líka drukkið kínverska mjólk öðru hvoru sem átti að vera góð að gæðum.
Eyja fær brjóstamjólk og mun fá hana um ókomna framtíð. Ég finn hræðilega til með kínverskum foreldrum og börnum sem þjást vegna þessara glæpamanna sem blanda óþverra í mat.


Hér koma septembermyndir, fyrsta holl. Ég veit að þetta er mikið af myndum en ömmur og afar og aðrir ástvinir eru vonandi glaðir að sjá mikið af börnunum. Og ég er sko ekki hætt að blogga elsku Gunna og tengdamamma.



Eyja lítur upp frá leik



Eyjudót er spennandi



Lítil kona við stórt borð



Fyrirsæturnar Eyja og Tara, kunna að líta í átt að myndavélinni



Bröns á Yongjia lu: Noah, Mike, Kerri og Dan foreldrar Hadley og Emmu og Atli




Þú hér!



Mömmurnar og ungarnir



Borðskraut á SCIS grilli í skóla strákanna



Feðgin



Mæðgur



Rikshaw á fleygiferð



Stirnir í móttökunefnd

2 comments:

Anonymous said...

hæ öllsömul, gott að heyra að allir eru við góða heilsu. Hef aðeins fylgst með þessu hryllilega "mjólkurmáli" og til ykkar. EInnig til vesalings foreldranna. En gaman að sjá EYju, hún er ótrúlega glaðleg og sæt. Greinilega sátt við lífið og tilveruna.
kveðja
Hólmfríður

Anonymous said...

Greinilegt að nýja borðið hefur fengið stöðu á heimilinu og hefur í nógu að snúast.