Monday, September 08, 2008

Hérna gengur lífið sinn vanagang, allir að komast í góðan gír aftur eftir sumarfrí.
Á morgnana vöknum við mæðgin og Eyja fyrir klukkan sjö, strákarnir borða morgunmat, klæða sig og bursta tennur áður en þeir skella töskunum á bakið og labba út í skólabíl klukkan hálfátta. Kjartan hefur lagast af þotuþreytunni og sefur. Eyja fylgir með út í skólabíl og brosir til vegfarenda. Það safnast oft að okkur fólk sem vill kjá framan í hana og þreifa á henni sem mér er nú ekki vel við.
Nágrannar mínir Elin og Mattias og Fredrik fylgja sínum börnum út í bílinn og Mattias segist ekki geta farið í vinnuna fyrr en hann sé búinn að fá morgunbrosið frá Eyju. Þau eru allajafna með kaffibolla í höndunum og svo spjöllum við aðeins þegar bíllinn er farinn með krakkana. Stundum tekur það tíma fyrir börnin að raða sér niður í sæti og einstaka sinnum er grátið vegna sætadeilna. Ég sé samt mikinn mun síðan í fyrra þegar deilur voru daglegt brauð.

Við Eyja tökum það svo rólega fram eftir morgni, hún fær sér stuttan lúr og svo förum við oft í göngutúr í hverfinu okkar.

Stirnir er í bekk með nýjum félögum, það fylgdi honum enginn úr gamla bekknum. Hann var eitthvað lítill í sér í byrjun síðustu viku og vildi ekki fara í kínversku og grét. Kennarinn leyfði honum að sitja kínverskuna af sér. Hún segir að hann sé fyrirmyndarnemandi og sé með þeim bestu í lestri í bekknum. Hann er bara svolítið feiminn og það tekur hann tíma að ná sambandi við krakkana sem mörg þekktust áður.

Hugi er alsæll í bekk með Hadley. Kennarinn er víst mjög strangur með hvað börnin mega taka með sér í nesti, það má ekki vera neitt sætt. Hugi elskar nefnilega jógúrtdrykk sem heitir Yakult og svipar til LGG, gert úr japönskum svepp. Nú er Yakult komið á bannlista í nestistíma.

Við erum að finna út úr því hvað bræðurnir vilja gera eftir skóla í vetur. Hugi ætlar að byrja í gítarnámi á föstudaginn og Stirnir ætlar í kór sem er líka í sama tónlistarskóla á sama tíma. Þetta er skólinn sæti sem þeir sóttu tíma í í fyrra.

Hugi er orðinn mikill lestrarhestur, hann er hálf hissa á þessu sjálfur. Hann tekur alltaf með sér bók í skólabílinn núna og sest við lestur þegar hann kemur heim úr skólanum. Mér finnst gaman að upplifa með honum þessa ánægju að lesa.

Hérna er næsti skammtur af myndum frá sumrinu:



Villihani vappar um á ströndinni



Þessi sandur er allsstaðar



Samt gaman á ströndinni



Mæðgur á toppnum



Horft yfir ...


og Na Pali



Villtar hortensíur í blóma, þessi mynd er handa Hildi



Allt blómlegt



Nestistími í skóginum



Hugi með timeturner eins og Hermione notar í Harry Potter sögunum



Skógartúr



Fjölskyldumynd



Eyja Kjartansdóttir alltaf í góðu skapi






Hugi baðar sig í hraunlaug



og í hálfgerðum drullupolli



Sólarupprás við Aniniströndina



Ölduleikur








Eva, Stirnir og Hugi leika á Eyjuströnd


Feðgin í sjóbaði



Sólsetur séð frá Princeville



Dæmi um aðvörunaskilti á ströndum



Eyja skoðar tásur undir tré



Skrítið tré

No comments: