Wednesday, February 20, 2008

Nú er Eyja sex daga gömul í dag.
Hún er dugleg að drekka og sofa, tekur oft fjögurra til fimm tíma lúra. Þegar hún vaknar vill hún fá brjóstið um leið og öskrar á mig ef það er ekki í boði strax.
Hún er bara yndisleg og ég get ekki hætt að horfa á hana og dást að henni.

Bræðurnir fóru í skólann í morgun eftir veikindi. Þeir greindust báðir með streptókokkasýkingu um helgina og voru sárlasnir.
Hugi var að spá í það í síðustu viku að þegar ég væri leið væri ég samt aldrei ein því ég hefði litla barnið í maganum. Hann kyssir Eyju litlu á kollinn og bíður óþolinmóður eftir því að hún geti farið að gera meira en sofa, drekka, kúka og pissa. Hann er að prjóna trefil handa Eyju, hann heldur sig vel að verki og miðar vel áfram.
Stirnir er aðeins feimnari við Eyju, vill ekki kyssa hana en strýkur henni um hárið. Bræðurnir voru báðir spenntir að fá að smakka brjóstamjólkina og fengu smá dropa í gær og settu upp skrítinn svip.
Dalla

2 comments:

hekla said...

Það er ótrúlegt hvað skapgerðin getur komið snemma í ljós. Það er gott að vita hvað maður vill.

Anonymous said...

Elsku Dalla og fjölskylda
ég bara get ekki hætt að skoða myndirnar og dást að litla kraftaverka krílinu. Hún Eyja er hreint út sagt yndisleg og fullkomin. Hlakka svo til að hittast um aðra helgi.
kærar kveðjur,
vera og fjölskylda