Thursday, December 06, 2007

Hugi er búinn að vinna að verkefni alla vikuna, skrifa bókagagnrýni um uppáhaldsbókina sína, Harry Potter og fanginn frá Azkaban og ýmsar upplýsingar um sig á stórt blað sem lítur út eins og forsíða á blaði. Hann kláraði skriftirnar í dag og ætlar að fara með blaðið í skólann á morgun.

Þetta skrifaði hann um hetjuna sína: Meet my hero - Stirnir.
It all heppend in a bouncing castle. Then I saw some boys pulling the castle down on me. Stirnir saw it, called for help and saved me.

Hann átti líka að skrifa frétt/sögu um atburð úr sínu lífi:
Sometimes outside I see a light. It looks like aliens or monsters from the house next to my friend. The light is orange. And the funny thing about the light is that it disappears when my ayi or my parents are close. It is very strange. I have never seen a orange light that big outside. Sometimes the light teases me by moving very fast in circles. I always fall down when that heppends.

Stafsetning er Huga.

Stelpurnar í Stirnisbekk eru miklar vinkonur hans. Hann vildi nú ekki kyssa þær um daginn en nú virðist vera komið annað hljóð í strokkinn. Við vorum á ferð í leigubíl um daginn og Hugi var með heimasmíðaðan hring á fingri. Þá spurði Stirnir hann hvort hann ætlaði að gifta sig. Þú gætir gifst Daniela í mínum bekk sagði hann, hún er rosalega falleg. Þá kom upp úr dúrnum að hann hefði ekki viljað kyssa hana þegar hún vildi það en nú vildi hann kyssa hana en þá vildi hún það ekki lengur.

Dalla

No comments: