

Þarna er einn á nýja heimilinu sínu.
Við fórum og fengum okkur hádegismat saman og fórum svo heim að horfa á Doraemon teiknimynd á kínversku. Við gæddum okkur á súkkulaðiköku og biðum eftir að Kjartan birtist. Hann gerði það og það urðu fagnaðarfundir.
Ég var í síðasta kínverskutímanum mínum í bili í dag. Sami kennarinn hefur verið með hópinn frá því í september, Kang Bo. Yndisleg stelpa sem hefur hvatt okkur áfram, ég á eftir að sakna hennar. Ég á líka eftir að sakna samnemenda minna, Sophie frá Frakklandi og Bíen frá Sviss. Ég veit ýmislegt um þær eftir ótal samtöl okkar á bjagaðri kínversku. Uppáhaldsávöxtur Bíen er kíví og og miðsonur Sophie spilar golf.

Bíen, Kang Bo og Sophie, þetta er svona eiginkvennahópur. Mér var sagt að ég gæti farið inn í annan eiginkvenna (taitai) hóp í maí.

Í lok næstu viku koma mamma og pabbi/amma og afi í heimsókn og þá vil ég einbeita mér að því að lóðsa þau um borgina. Við ætlum að fara í langa helgarferð til Beijing/Peking og gera annað skemmtilegt. Við hlökkum til að fá þau til okkar.
Þau taka þátt í flutningum með okkur því við fáum lyklana sömu helgi og þau koma. Þá helgi verður líka haldið upp á stórafmæli, 5 ára afmæli Stirnis sem spyr á hverjum morgni hversu margir dagar séu í veisluna.
Dalla
No comments:
Post a Comment