Wednesday, March 21, 2007

Þá er spennan að magnast fyrir komu mömmu og pabba/afa og ömmu, flutninga og Beijing-ferð, allt þetta á einni viku. En ég anda mig í gegnum þetta allt með jógaönduninni sem ég lærði hjá Sigfríði í Heilsubót, hún kemur að góðum notum jafnt í fæðingum sem á öðrum spennustundum.
Hugi stóð sig vel síðasta föstudag á sviðinu. Hann var hetja leikritsins, galdraði risann Abiyoyo burt með galdrasprotanum sínum. Hann galdraði mikið og sagði eina setningu hátt og skýrt. Við Kjartan vorum með allar myndavélar á lofti og ekkert smá stolt af honum.



Hugi í galdrasveiflu á sviðinu



Stirnir úti í sal áður en sýningin hófst

Eftir samkomuna þurfti Kjartan að flýta sér aftur í vinnuna en ég fór í kaffi sem breyttist í pizzuveislu hjá Cathra og Troy og þremur börnum þeirra. Lorelei dóttir þeirra er í Stirnisbekk og þau eru miklir vinir því þau leiddust nánast alla leiðina heim til þeirra.




Á leiðinni með krakkaskarann





Hugi með Elenor

Helgin hélt svo áfram að vera skemmtileg og Hekla og Magnús komu yfir á laugardaginn með Bogga og Örn í ástralskt lambalæri. Strákarnir léku að venju og vilja helst ekki skilja, þeir fá ekki nóg af hvor öðrum. Kröfur um gistingu eru farnar að gerast háværar, kannski við prófum það næst. Við sátum saman framundir miðnætti og strákarnir sofnuðu einn af öðrum meðan við þessi fullorðnu töluðum saman. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld og við flissum ennþá öll af minningunni.
Á sunnudaginn heimsóttum við Atla og Yongjia í nýju íbúðina í franska hverfinu. Húsið er ansi tilkomumikið, eldgamalt og Atli lýsir því sem gotneskum kastala. Strákarnir urðu spenntir þegar þeir sáu húsið að utan, sögðu að það liti út eins og draugahús. Því miður gleymdist að taka mynd, reddum því seinna. En íbúðin er flott, svakalega hátt til lofts og rúmgott. Og ekki verra að þau verða í sama hverfi og við.

Seinnipartinn var okkur boðið aftur til Cathra og Troy, þau buðu upp á osta og rauðvín og annað góðgæti. Þarna voru líka tvenn frönsk hjón og krakkarnir voru 11 í allt, ekkert smá gaman. Við sátum hjá þeim frameftir kvöldi, við Kjartan erum ekkert að flýta okkur heim ef það er gaman og góður félagsskapur. En einhverntíma komust bræðurnir í rúmið og varð ekki meint af.
Dalla

No comments: