Wednesday, September 16, 2009

Baba nar? Hvar er pabbi?

Kjartan kom í örheimsókn til okkar í síðustu viku og  síðan hefur Eyja spurt mikið um baba. Hún bendir út um gluggann vongóð um að hann birtist aftur. Hún er orðin góð af fyrsta haustkvefinu og vill fara á róló daglega. Við prófuðum mömmumorgun, afsakið foreldramorgun í dag og það var vel heppnað, þrjár stelpur á svipuðum aldri og vinalegar mömmur.

Hér voru æfingar á blokkflautuna og trompettinn í kvöld,  ég rifja upp nóturnar með strákunum. Er þó ekki búin að dusta rykið af klarinettinu enn. Stirnir las sinn daglega skammt og skrifaði upp orð eftir lesturinn sem ég valdi. Hann skrifaði “heimsókn” rétt í fyrstu tilraun, ég var alveg hissa. Hugi átti að skila tveimur sögum á mánudaginn en var í vanda á mánudagsmorgun, var bara búinn að klára aðra söguna og ekki byrjaður á hinni. Hann bar sig illa og vildi ekki fara í skólann en dreif sig svo upp og skrifaði sögu á tíu mínútum, hann vinnur greinilega vel undir álagi.

Stirnir er búinn að eignast nýjan vin í bekknum sínum en segist vilja kynnast honum betur áður en hann býður honum heim. Hugi kom með vinkonu heim í dag, sýndi henni herbergið sitt , bauð upp á ristað brauð og fylgdi henni síðan heim.  Hann hugsar oft til Hadley vinkonu sem nú er í Bandaríkjunum og hann skrifar henni tölvupóst. Nú síðast sagði hann henni að hann ætlaði í go-kart en það verður ekki strax því það vantar nokkra sentimetra í að hann fái að keyra.

Nokkrar myndir af Eyju sem leikur helst með bíla og lestir þessa dagana. Hún nýtur þess að gamla dótið bræðranna var dregið upp úr geymslunni.

Hér eru þær vinkonur Eyja og Andrea við bílastæðahúsið:

_MG_2067

_MG_2070

Sposkar með bílana.

_MG_2076

Koss í miðjum leik.

_MG_2081

_MG_2088

Ein af Eyju á fullri ferð og náðist varla í fókus.

Dalla

No comments: