Wednesday, January 28, 2009

Ár uxans

Nú er ár uxans gengið í garð með tilheyrandi sprengingum sem náðu hámarki á miðnætti á sunnudagskvöld. Hugi segir að kínverska nýárið sé sitt uppáhalds frí, þá sé  hægt að sprengja. Við keyptum eitthvað smáræði og Mattias og Elin nágrannar okkur líka en krakkarnir í hverfinu eru búin að vera að sprengja í marga daga. Stirnir fékk einn kínverja í hettuna hjá sér sem sprakk þar og skildi eftir sig brunagat, bræðurnir og Boggi og Örn sem voru viðstaddir þegar þetta gerðist sóru af sér alla ábyrgð. Fyrir utan hliðið okkar er gamall sófi sem einhver setti þar út í síðustu viku og í sprengiæðinu sem rann á krakkana hoppuðu þau í honum og vildu brenna hann. Sófinn er þarna enn en pullurnar eru horfnar úr honum, kannski voru þær brenndar.

Janúar hefur annars verið rólegur, skólinn var bara í tvær vikur og svo var aftur komið frí. Í síðustu viku komst Stirnir í hóp verðlaunahafa í lestrarástundun og frú Wiser kennarinn hans hélt hádegispartí fyrir lestrarhestana. Ég og tyrknesk mamma sáum um veitingar og börnin borðuðu vel og skemmtu sér í leikjum. Kjartan fór svo í heimsókn í Stirnisbekk í vikunni og las fyrir börnin.

Bræðurnir byrjuðu aftur í kúngfú eftir langt hlé og fóru í prufutíma í jiujitsu.

Eyja æfir sig í að standa upp og ganga með. Hún er búin að læra að fara upp stigann og um helgina var hún sett í æfingabúðir heima hjá Láru þar sem Hugi og Boggi fylgdu henni upp á þriðju hæð. Þeir voru svo hrifnir af afrekinu hjá henni og vildu láta skrá það í heimsmetabókina.

Hér er sería þar sem Eyja gekk með stól þvert yfir stofuna:

IMG_12592009 jan 1

Einn fíll lagði af stað í leiðangur...

IMG_12642009 jan 1

Skemmtilegt að fá svona athygli

IMG_12802009jan1

komin nokkuð langt, þarna stöðvaðist stóllinn á mottunni

IMG_12892009 jan 1

skiptir yfir á næsta stól

IMG_12902009 jan 1

og fer ofurvarlega niður á gólf

IMG_12922009 jan 1

Þá tekur skriðið við

IMG_12942009 jan 1

og púsl verður á vegi hennar

IMG_12982009 jan 1

og loks meira dót

Um helgina var okkur boðið í þorramat til Láru og Badda og dætra sem voru nýkomin frá Íslandi eftir jólafrí. Það var huggulegt að venju hjá þeim og stór hluti íslenskra barna í Sjanghæ var á staðnum.

IMG_18102009 jan 1_1

Efri röð: Edda, Örn, Ævar, Hugi með Eyju

Neðri röð: Lív með Ými, Björk, Stirnir og Boggi með Ástu

IMG_18252009 jan 1

Hekla og Ásta

IMG_18482009 jan 1

Ásta fædd 6. desember

IMG_18642009 jan 1

Eyja

IMG_18722009 jan 1

Lív og Edda spjalla við Eyju

IMG_18822009 jan 1

Björk fékk að mata Eyju

IMG_18942009 jan 1

Björk, þriggja ára síðan í desember

IMG_19062009 jan 1_1

Árni og Magnús

IMG_19572009 jan 1

Baddi með Björk

Við erum búin að vera heima í fríinu okkar, kannski kominn tími til. Veðrið hefur verið gott svo það er yndislegt að fara í göngutúra í sólskininu. Stemningin á götum úti er afslöppuð, margir í fríi og margar verslanir eru lokaðar og umferðin er miklu minni en venjulega.

Xin nian kuai le, gleðilegt ár, Dalla

Monday, January 12, 2009

Sýrland

Þá er allt að komast í gang eftir jólafríið langa, heilar þrjár vikur. Bræðurnir voru vaktir í morgun klukkan sjö og voru lítið hressir, fengu sér smá bita og héldu svo út í frostið, núll gráður í morgun. Við komum til baka fyrir viku en okkur hefur gengið sérstaklega illa að aðlagast kínverskum tíma í þetta skipti, við sofum til hádegis og förum í rúmið eftir miðnætti. Ég bara man ekki til þess að Hugi og Stirnir hafi sofið svona lengi á morgnana, nokkurntíma.

En við tókum því svosem bara rólega síðustu frívikuna, ekkert stress. Hadley og Emma komu í heimsókn einn daginn og bræður fóru til þeirra að leika annan dag. Á laugardaginn komu þær í gistingu til okkar og börnin sátu og drukku kakó og borðuðu pizzusnúða síðdegis. Þá spurði Stirnir 6 ára:"What should we do tonight"? Og Emma sjö ára svaraði: "Party like rockstars"! Og það munaði ekki miklu að þau stæðu við það, náðu loksins ró klukkan að verða eitt eftir miðnætti.

En þá er það frásögn af Sýrlandsreisunni. Við þurftum að vakna klukkan hálfþrjú á jóladagsnóttu til að ná fluginu til Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þar lentum við eftir þægilegt flug með Emirates, stjanað við okkur á alla kanta og krakkarnir með fulla bakpoka af leikföngum sem þau fengu að gjöf. Flugfreyjurnar kvöddu Eyju og sögðust bara aldrei fyrr hafa hitt smábarn sem gréti ekki í tíu tíma flugi.

 IMG_0575

Flugvöllurinn í Dubai er mjög flottur og  nútímalegur  og þar pöntuðum við okkur gistingu á hóteli sem er staðsett inni í flugstöðinni fyrir heimferðina. Við gáfum strákunum að borða og þurftum svo að flýta okkur í flugið til Damaskus. Í þeirri vél var skrítin uppákoma þegar við vorum að lenda, maður rauk upp úr sæti sínu og skundaði fram í vélina. Flugþjónarnir kölluðu til hans að setjast en hann ansaði því engu. Við vitum ekki hvað honum gekk til.

Í Damaskus tók mynd af forsetanum á móti okkur. Hann er uppi um alla veggi allsstaðar, oftast einn, stundum með pabba sínum, forsetanum fyrrverandi, stundum með sólgleraugu, yfirleitt alvarlegur, örsjaldan brosandi. Stirnir lýsti því yfir um miðbik dvalarinnar að hann vildi ekki verða forseti, hann vildi ekki hafa myndir af sér út um allt.

IMG_0583_1 

_MG_0760

_MG_0665_1 

IMG_0619 

Við eigum ekki góðar minningar af Damaskusflugvelli. Við vorum með pappír frá ræðismanni Íslands í Sýrlandi sem sagði að við hefðum áritun inn í landið. En þarna kom í ljós að við áttum að borga fyrir áritunina en þar sem okkur hafði láðst að taka út dollara þá vorum við peningalaus og enginn hraðbanki í flugstöðinni. Við báðum um aðstoð og var sagt að einhver myndi fylgja Kjartani út og þar gæti hann komist í hraðbanka. En við biðum og biðum og ekkert gerðist þrátt fyrir ítrekanir, starfsmennirnir horfðu bara í gegnum okkur. Loks var það maðurinn  sem sat í bás þar sem á var límt A4 blað sem á stóð BANK sem tók af skarið og spurði hvort einhver væri staddur á vellinum til að taka á móti okkur. Hann sagði að það væri möguleiki að borga þetta fyrir utan og þá yrðum við laus úr prísundinni. Þetta gekk eftir og lausnargjaldið var borgað af Björk og Þiðrik. Hugi var orðinn örmagna þarna á vellinum og lýsti því yfir að þarna hefðu áreiðanlega margir dáið úr hungri. Framhald af óförum á flugvelli síðar.

IMG_0584_1 

Laus úr prísundinni og komin út á stæði, UN bíll Bjarkar í baksýn

IMG_0588

Í gamla borgarhlutanum sem iðar af lífi

IMG_0589_2 

Þiðrik, Björk og Unnur Maren búa í kristna hluta gömlu borgarinnar og þarna er Maríulíkneski úti á götu

IMG_0591_1

Þiðrik í dyragættinni

Við vorum mjög fegin að komast heim í hús hjá Þiðrik, Björk og Unni Maren. Þar beið okkar heit súpa og skoðunarferð um húsið sem er skrítið og skemmtilegt. Það er á tveimur hæðum og þegar maður fer upp stigann er þar teppi fyrir og þá er maður kominn út á stóra verönd. Þaðan er svo gengið inn í stofu og herbergi Unnar og annarsstaðar inn í herbergi Bjarkar og Þiðriks.  Eyja byrjaði að skríða á fjórum fótum þegar hún var sett á sýrlenskt gólf, hún var búin að gera margar tilraunir hérna heima en þarna var flott tilefni og minnisstætt.

IMG_0593 

Í stofunni uppi

IMG_0603

Inngarður niðri

IMG_0604 

Séð upp á veröndina

IMG_0607

Þiðrik á veröndinni stóru uppi

Daginn eftir fórum við saman í göngutúr um gömlu borgina. Þetta var á annan í jólum sem var föstudagur en þá er helgin byrjuð í Sýrlandi, margir í fríi en minna um fólk á götunum. Götulífið var litríkt og ilmandi af kryddi allskonar. Það er misjafnt hvort konur ganga með slæður yfir hárið eða ekki, sumar hylja andlitið svo glittir bara í augun. Í einu hverfi borgarinnar sem við keyrðum í gegnum huldu konur andlitið alveg, voru í einskonar búrku.

_MG_0644 

_MG_0649

_MG_0651

_MG_0656 IMG_0680

_MG_0658

Strákur sem við hittum með kunningjakonu Bjarkar og Þiðriks

_MG_0661_1

Unnur smakkar á nýbökuðu flatbrauði

_MG_0668

_MG_0672

Þessi mynd minnir á Dressmann auglýsingu, báðir með trefla frá Lí

_MG_0685

_MG_0692

Frænkurnar Unnur Maren og Eyja

_MG_0693

Bræðurnir Þiðrik og Kjartan

_MG_0694

Frændsystkinin Unnur og Stirnir

_MG_0696

_MG_0698

Undirrituð

_MG_0704

Björk

IMG_0609

Jólamandarínurnar voru góðar og safaríkar

IMG_0610

IMG_0612_1

IMG_0621

Nammið var mjög girnilegt fannst Stirni

IMG_0622

Þiðrik þefar

IMG_0629

Þetta litla hús hafði stuðning af járnstöng

IMG_0633_1

IMG_0634

IMG_0637

IMG_0639

Þröngar götur

IMG_0640

Við hittum kunningjafólk Þiðriks og Bjarkar sem bauð okkur til tedrykkju í húsagarði sínum. Þarna var stofan, yfirbyggð en hluti af húsinu og garðinum.

IMG_0643

Mæðgur í tedrykkju

IMG_0645

Þiðrik talar við ættföðurinn sem talaði ágæta frönsku

IMG_0646

Eyja með uppáhaldið þessa dagana, síma eða fjarstýringu

IMG_0648

Þarna bjuggu margar skjaldbökur

IMG_0655

Sætt te. Hugi hefur byrjað mikla tedrykkju eftir Sýrlandsferðina, hann sem býr í telandinu Kína.

IMG_0660IMG_0651

Unnur fékk að ættleiða eina skjaldbökuna, hún fékk nýtt heimili í garðinum niðri.

IMG_0661

IMG_0663

Við skoðuðum Azem höllina í gömlu borginni.

 IMG_0689

Teppasölumaður breiðir söluvöruna á bílinn líka

IMG_0706

Ólífur, þær voru góðar í Sýrlandi.

Við vorum í hálfgerðum vandræðum með að  ná okkur í peninga, hraðbankinn á flugvellinum virkaði ekki fyrir okkar kort þegar við komumst í hann. Við prófuðum nokkra banka en annaðhvort voru þeir tómir eða virkuðu ekki. Á öðrum degi fundum við hraðbanka sem gaf okkur peninga, sýrlensk pund. Þann dag skoðuðum við Þjóðminjasafnið, þar voru miklar gersemar sem börnin kunnu líka að meta.

IMG_0729

Gröf sem fannst í Palmyra frá annarri öld

IMG_0726

IMG_0724

IMG_0738

Iku-Shamagan, Kóngur af Mari, 5000 ára gamall

IMG_0741

Við Björk ákváðum að fara í baðhús, hammam eftir safnaheimsóknina. Kvennatíminn var til klukkan fimm og við náðum klukkutíma fyrir lokun. Við kunnum ekki alveg á þetta, sumar konurnar voru allsberar (eins og við) en margar í nærbuxum. Eftir gufubað settumst við niður við ker full af heitu vatni og jusum yfir okkur vatninu. Við pöntuðum okkur líkamsskrúbb sem fór fram þarna við kerið en þegar frúin sem skrúbbaði mig var búin með axlirnar gerði hún hreyfingu eins og ég ætti að stinga mér og ég skildi það að ég átti að leggjast endilöng á gólfið. Þar var ég skrúbbuð hátt og lágt, báðar hliðar svo húðin flettist af mér, nei aðeins að ýkja en ég virtist losna við mikið af gamalli húð. Það var líka í boði að fá nudd og við vorum svo ánægðar með skrúbbið að við ákváðum að prófa allan pakkann. Þá kom kona ber að ofan  í gammósínum og sótti okkur eina í einu í nuddið. Þegar Björk var búin í nuddinu kom nuddarinn aftur, þekkti okkur ekki í sundur og bað Björk að koma aftur. Ég komst þó á bekkinn en þetta var nú ekki upp á marga fiska, hún rétt nuddaði yfir mig með einhverjum bleðli og ég klemmdi augun fast aftur þegar hún snéri mér við og ég fann að brjóstin á henni komu við síðuna á mér. Okkur fannst þetta nokkuð frjálslegur klæðnaður hjá nuddaranum. Kjartan og Þiðrik ætluðu líka að prófa baðhúsið en hættu við þegar þeir gerðu sér grein fyrir því að sennilega myndu þeir fá nudd hjá hálfberum köllum.

Eftir baðið góða fórum við heim og sáum þá fréttirnar frá Gasasvæðinu í sjónvarpinu. Það var skrítið og óhugnanlegt að vera svona nálægt þessum hörmungum því vegalengdir eru ekki miklar á þessu svæði. Þarna eru ótal landamæri á litlu svæði. Við sáum það á kortinu þegar við flugum til Damaskus að vélin tók krók og flaug ekki yfir Írak. Björk vinnur hjá samtökum sem reka flóttamannabúðir fyrir Palestínumenn í Sýrlandi, 13 talsins. Þar búa milljónir manna sem eiga sér enga framtíð, menntunarmöguleikar unga fólksins eru litlir. Við urðum vör við friðsamleg mótmæli á götum úti, fólk veifaði fána Palestínu. Við heyrðum seinna að áramótafagnaði var aflýst í Sýrlandi til að sýna Palestínumönnum samúð, okkur fannst áramótin vera daufleg en þetta var raunin.

Kjartan var ákveðinn í að skoða Sýrland betur og gekk í það að leigja bíl fyrir okkur. Þá vorum við ein á báti því Þiðrik, Björk og Unnur voru áfram í Damaskus.

Við keyrðum út úr borginni til suðurs eftir smá útúrdúra vegna lélegra merkinga. Kortið var ekkert sérlega nákvæmt og merkingar ekki góðar, þær skánuðu þó þegar við komum úr úr borginni. Lentum svo í því seinna að það tók stundum langan tíma að komast út úr borgum, vorum kannski komin á breiðan veg sem við héldum að myndi leiða okkur út en þá endaði hann kannski bara í drullusvaði. Við keyrðum til Bosra í suðri, nálægt landamærum Jórdaníu. Þar eru miklar rústir frá tímum Rómverja og leikhús sem er víst heillegasta leikhús veraldar frá þeirra tímum.

IMG_0747

Kjartan á ferðinni

IMG_0776

Cham Palace hótel í Bosra, skreytt fyrir jólin

IMG_0812

Stirnir heilsar upp á jólasvein á hótelinu sem gekk um og "söng" jólalög

IMG_0779 

Þarna vorum við búin að borða gómsætt húmmus og ólífur og þessi strákur vildi gefa Huga og Stirni flautur

_MG_0713 

Inni í rústunum, einhver hefur sett upp búð

IMG_0787

Fólk hefur fundið sér bústaði í rústunum sem ná yfir stórt svæði

_MG_0715 

Sólin að setjast í Bosra og konur skrafa

IMG_0788_1

IMG_0789_1 

IMG_0792_1

Íbúunum fylgir sorp, það var oft leiðinlegt að sjá slæma umgengni, rusl við vegarkantinn en við þekkjum þetta svosem vel frá Kína.

IMG_0797

Feðgar fyrir framan leikhúsið í Bosra

IMG_0814

Horft yfir leikhúsið sem tók 15.000 manns í sæti

IMG_0818

Áhorfendapallarnir eru ansi brattir

IMG_0823

IMG_0825

Sviðið er 45 metra breitt og 8 metra djúpt

IMG_0830

Upprennandi leikari?

_MG_0723

_MG_0726

_MG_0729

_MG_0730

_MG_0732

Mósaíkmynd í leikhúsinu

_MG_0735

IMG_0833_1

Horft yfir lítinn bæ í nágrenni Bosra

IMG_0836

Rústaskoðun

IMG_0837

Sólargeisli laumar sér inn

Við gistum eina nótt í Bosra á eina hóteli bæjarins. Þar voru nokkrir ferðamenn auk okkar, nokkrir japanir og frakkar. Annars urðum við ekki mikið vör við ferðamenn og ferðamennska er ekki mikil í Sýrlandi. En allir tóku okkur vel og fyrsta spurning var yfirleitt hvaðan við værum og þegar þeir fengu svarið sögðu þeir, Iceland, thousand times welcome! Ameríkanar eru víst ekki vinsælir á þessum slóðum en Íslendingar virðast vera það, ef einhver lesandi er í flóttahugleiðingum. Við vorum eiginlega hissa á því hvað við máttum valsa um allt, ekkert afgirt eða verndað fyrir ferðamönnum. Þegar við spurðum til vegar lentum við bæði í því að fá misvísandi upplýsingar og líka var okkur stundum bara fylgt á staðinn, ekkert mál að gera sér ferð með okkur. En allir vildu vel eins og ég segi þó upplýsingarnar virtust ekki alltaf vera alveg réttar.

Við fórum aftur til Damaskus, hvíldum okkur þar í einn dag og lögðum svo aftur af stað á gamlársdag í norðurátt. Lentum í skemmtilegri uppákomu reyndar í Damaskus þegar rafmagnið fór af hverfinu, rifjaði upp æskuminningar þegar rafmagnsleysi var algengt. Við röltum út á veitingastað, villtumst aðeins um göturnar í myrkrinu en fundum svo upplýstan stað, greinilega vararafstöð í gangi því rafmagnsleysi er víst daglegt brauð.

Fyrst lá leiðin í kastala sem heitir Krak des Chevaliers og er frá tímum krossfara. Hann var algerlega ósigrandi og hófst bygging hans árið 1031. Við byrjuðum á því að borða hádegisverð við kastalann, veðrið var þungt yfir. Þarna var vinalegur þjónn sem vildi bjóða Huga fría drykki og gjarnan eignast Eyju fyrir tengdadóttur, sagðist eiga tveggja ára son og vildi helst taka hana inn á heimilið strax. Hann fékk að halda á henni meðan ég borðaði og strákunum leist ekki alveg á það og báðu mig oft um að taka hana aftur.

Maturinn var oft keimlíkur, grillað kjöt, húmmus, ólífur og jógúrtsósa og alltaf var flatbrauðið borið fram líka.

IMG_0846

Þarna sitjum við við kamínuna

IMG_0848

Eyja fær baunamauk og smakkaði líka húmmus

Þegar við komum út eftir hádegisverðinn var byrjað að snjóa. Við áttum fótum fjör að launa undan ágengum regnhlífaleigumönnum og strákarnir tóku sitthvora regnhlífina. Þetta var í eina skiptið sem fólk var svona ágengt við okkur.

IMG_0850

Snjónum kyngir niður

IMG_0851

Frekar draugalegt

IMG_0858

IMG_0861

Stirnir datt í snjónum og var orðið kalt og fór að gráta svo við ákváðum að flýja út í bíl á undan. Þegar við vorum á bakaleið tók starfsmaður á móti okkur og vildi endilega bjóða okkur inn í miðasöluna til að við gætum hitað okkur við kamínu.

En þegar við komum að bílnum þá tóku glæpamennirnir regnhlífaleigumennirnir á móti okkur og vildu rukka okkur fyrir skemmdir á regnhlíf, líklega gamalt trikk hjá þeim. Eftir umræður sættumst við á verð, en við Kjartan vorum samt drullufúl, ekki sátt við svona svindl.

IMG_0872

Á leið til Hama snjóaði meira og bílar voru illa búnir og einn lenti utan vegar.

IMG_0878

Við fengum inni á hótelherbergi sem reyndist kalt um nóttina, enda var óvenjulega kalt úti.

IMG_0886

Áramótakvöldverðurinn

IMG_0888

Vatnshjól (Noria) í Hama en þau voru notuð til að ná í vatn í ána sem var svo notað til að vökva nágrennið gegum vatnsleiðslur

IMG_0893

Horft yfir snjóþung þök í Hama

Á nýársdag héldum við aftur norður og í leit að yfirgefnum borgum/rústum. Við villtumst mikið um litla sveitavegi og fundum samt ekki það sem við vorum að leita að. Vinsamlegur ávaxtasali vildi ekki láta mig borga fyrir ávextina, sagði bara að ég væri velkomin til Sýrlands. Við römbuðum þó á rústir yfirgefinnar borgar og þar hófst við fólk með sinn búfénað. Konurnar hópuðust í kringum Huga og vildu greiða á honum hárið og settu í hann spennur.

IMG_0908_1

Hugi eftir hárgreiðsluna

Við ákváðum að gista aðra nótt í Hama en finna hlýrra hótel. Svo ég var send inn til að athuga hitastigið. Við fengum svítuna á litlu hóteli með útsýni yfir ána, þar var hlýtt og gott og sturtan nokkuð heit eftir að vatnið hafði bunað í 15 mínútur. Leiðslurnar voru allar kaldar var mér sagt.

Þá héldum við til austurs inn í eyðimörkina að helstu gersemi Sýrlands, bær sem heitir Palmyra. Þar hófst uppgröftur í upphafi tuttugustu aldar og eru frægustu minjarnar frá tímum Rómverja á fyrstu og annarri öld. Þar var borg með súlnagöngum, útileikhúsi og markaðstorgi.

Við höfðum símanúmer  hjá Saíd sem er bedúíni auglýsti gistingu í bedúínatjaldi. Þegar við komum til Palmyra vorum við leidd að tjaldinu hans við rústirnar og þar settumst við niður við tedrykkju með nokkrum bedúínum til að ræða málin. Við áttum semsagt að ríða á úlfaldabaki út í eyðimörkina í einn og hálfan klukkutíma að tjöldum þar, það átti að elda fyrir okkur kvöldmat og skilja okkur eftir þar yfir nóttina. Ég spurði hvort við ættum að vera þar alein og þeir voru hissa á þeirri spurningu, hvort ég væri eitthvað hrædd við það. En svo kom að verðinu og þá vildu þeir rukka 230 evrur fyrir nóttina sem er sama verð og á 5 stjörnu hóteli og við tímdum því ekki. Við rákum okkur oftar en einu sinni á það að við vorum búin að sjá verð í dollurum í handbókum en þegar við komum á staðinn hafði það breyst yfir í evrur. En niðurstaðan var sú að við keyptum úlfaldatúr af þeim, tveggja tíma reið um rústirnar.

IMG_0921

Rauðbirkinn bedúíni setur á mig höfuðklút

IMG_0922_1

Með Saíd

IMG_0924

Stirnir heilsar upp á reiðskjótann

IMG_0926

Við Eyja komnar á bak

IMG_0927_1

IMG_0928

Við vorum á ferð um rústirnar síðdegis og birtan var falleg og himininn blár.

IMG_0932

IMG_0938_1

IMG_0939

Áð við grafir, leiðsögumaðurinn spilaði stundum Bob Marley fyrir okkur á ferðinni

IMG_0942

IMG_0950

IMG_0959

IMG_0975

Skuggarnir teknir að lengjast

IMG_0979

IMG_0980

Við riðum á úlfaldapari, við Hugi og Eyja á mömmunni og Stirnir og Kjartan á pabbanum. Í fjarlægð fylgdi barnið þeirra sem mamman kallaði reglulega á með djúpu hljóði.

IMG_0996_1

_MG_0738

Teppi allsstaðar

_MG_0751

_MG_0753

IMG_0956

Við fengum gistingu á nokkuð huggulegu hóteli í Palmyra og keyrðum svo gegnum eyðimörkina í suðvesturátt um hádegi daginn eftir. Á leiðinni sáum við tjaldbúðir bedúína og Bagdad café.

_MG_0755

IMG_1054

Bagdad café var svo góð hugmynd að þrjú kaffihús með sama nafni voru með stuttu millibili við veginn.

 IMG_1056

IMG_1060

Eyðimerkurlandslag

Í Damaskus gistum við í síðasta skipti hjá Þiðrik og Björk og kvöddum þau svo öll daginn eftir.

Hérna er Eyja í stofunni hjá þeim með nýja svipinn, tungan út, hún sjarmerar alla með þessari löngu tungu.

IMG_1090

IMG_1096

Sýnir svo hvað hún er stór.

Á flugvellinum skiluðum við af okkur bílnum og tékkuðum inn töskur en þá kom babb í bátinn. Við áttum eitthvað smáræði af sýrlenskum pundum en komumst að því að ef við ætluðum að fara í gegnum flugvöllinn þurfti að borga refsiskatt, 3000 sýrlensk pund, jafnvirði 60 dollara. Við vissum að kortið okkar virkaði bara á einum stað í borginni og það var áhættusamt að leggja í ferðalag þangað á umferðartíma. Svo Kjartan sagði að það væri bara eitt í stöðunni og það væri að betla peninga, biðja um aðstoð. Ég sá þann kost vænstan að skella Eyju á mjöðmina á mér og fara í röðina þar sem fólk borgaði skattinn og biðja fólk um fjárframlög svo þessi aumingja fjölskylda kæmist úr landi. Og þá tók góðlegur maður upp peningaveskið og rétti mér upphæðina alla og vildi ekki þiggja okkar kínversku peninga. Við vorum innilega þakklát og í hálfgerðu sjokki þegar við vorum sest niður eftir þessa uppákomu, viljum aldrei á Damaskusflugvöll aftur koma.

Heimferðin var tíðindalaus. Við gistum á Dubaiflugvelli, inni í flugstöðinni sem var bara þægilegt en sérstakt að hafa útsýni yfir veitingastað. Vonum að veitingahúsagestir hafi ekki haft útsýni upp til okkar, bræðurnir glenntu sig aðeins í glugganum.

Dalla