Nú er ég ein í kotinu, samt ekki alveg, börnin þrjú eru hérna hjá mér.
Mamma/amma fór til Íslands á þriðjudaginn eftir nærri fjögurra vikna dvöl hjá okkur. Við söknum hennar sárt, hún dekraði strákana hérna á morgnana, steikti ofan í þá egg daglega. Hún er orðin svo sjálfstæð hérna í borginni að hún ratar út um allt og labbar hérna um heilu dagana.
Kjartan fór svo til Marokkó á miðvikudag, þar er árshátíð CCP haldin.
Við Eyja fórum og hittum barnalækni í vikunni, indæl kona, Dr. Huang. Eyja er orðin 5.350 grömm og 57 sentimetrar, búin að bæta á sig tæpum tveimur kílóum og 10 sentimetrum frá fæðingu. Mér finnst ég stundum sjá hana stækka, hún er komin með fína innanlærafitu og undirhöku. Kínverjarnir eru hrifnir því þeir segja að börn eigi að vera feit og hraustleg. Lára sýndi mér mynd af fjögurra mánaða barni sem var yfir 9 kíló, vonandi verður Eyja þó ekki svo feit.
Bræðurnir eru í góðum gír núna. Ég hef þó fengið að heyra það að það hefði verið skemmtilegra hjá þeim þegar ég var ekki á staðnum, en það er nú yfirleitt þegar ég er að reka á eftir þeim við heimalærdóm sem ég fæ svona athugasemdir. Við erum ennþá öll að venjast því að ég sé komin aftur og hef ekki jafn mikinn tíma til að sinna þeim með tilkomu litlu systur.
Hugi sagði um daginn:"Þetta er allt þér að kenna, þú kelaðir svo mikið við pabba að Eyja kom í magann á þér." Ég tek þetta allt á mig og mér finnst bara gott hjá honum að geta talað um sína líðan. Þeir eru báðir hrifnir af Eyju og það er sérstaklega gaman að fylgjast með þeim sinna henni því hún brosir svo mikið til þeirra.
Eyja og Lí tala mikið saman, Lí á kínversku og Eyja hjalar á móti, líklega er kínverska svolítið eins og barnamál með öllum sínum tónum.
Ég labba mikið með vagninn. Það liggur við að vagninn fái meiri athygli en barnið, það eru ekki margir með barnavagn hérna, kínverjar eru vanir því að halda á börnunum og svo eru ungbörn bara heima hjá sér fyrstu mánuðina svo það er óvenjulegt að vera á ferðinni með svona lítið barn. Margir reyna að stinga hausnum inn undir skerminn og ég bið fólk vinsamlegast um að snerta ekki barnið.
Ég fór á einhverskonar mömmumorgun um daginn en náði nú ekki sambandi við neina mömmu sem mér leist á. Mömmurnar voru allar með ergo burðarpoka eða sjöl og nota taubleiur. Ég get svosem lítið sagt, með vagninn fína og hef líka verið að prófa taubleiur. En ég byrjaði í mömmujóga í vikunni hjá jógakennaranum sem ég var hjá á meðgöngunni, bara einu sinni í viku a.m.k. til að byrja með.
Veðrið hefur verið leiðinlegt síðan við mæðgur komum hingað, vorið er varla komið því það rignir og er hálfkalt. Ullarfötin sem ég prjónaði og fékk að gjöf hafa komið að góðum notum í þessari tíð. En nú er spáð betra veðri næstu daga sem verður notalegt á labbinu. Í næstu viku er skólafrí og Lí fer líka í frí nokkra daga, mér finnst verst að missa hana burt því hún rekur eiginlega heimilið. Asísku mömmurnar í skólanum horfa á mig með meðaumkun og spyrja hvort það sé ekki erfitt að eiga þrjú börn, þetta sé svo mikil vinna. Ég get nú ekki samþykkt það því ég hef svo góða aðstoð hérna á heimilinu, þetta þekkti ég ekki þegar ég var með strákana báða litla.
Að lokum er hérna myndasyrpa, nokkur tilbrigði við bros hjá Eyju og fleira sem á daga okkar hefur drifið að undanförnu.
Eyja brosir í vagninum
og í ömmustólnum...
ullar líka
Hugmyndaríkir bræður bjuggu til leiktæki í portinu okkar
Stirnir fékk línuskauta í afmælisgjöf og æfir sig nær daglega
Hugi þeytist áfram á sínum skautum
Hadley heimsótti Huga á sunnudaginn
Mamma/amma á ítölskum veitingastað á sunnudaginn, veðrið var gott en svo hvessti og kólnaði
Mæðgur á veitingastað
Atli og Ada eiga von á barni í ágúst og fylgjast vel með Eyju
Þetta má bara gera í Kína
Þau fóru nú bara nokkra metra svona
Atli og Ada á fleygiferð
Hadley og Hugi syngja dúett í Sing star
Eyja á áhorfendabekknum
Smábros
Meira bros
Wednesday, April 23, 2008
Sunday, April 20, 2008
Bleikklæddar vinkonur, Lí og Eyja
Smá blundur á leikteppinu
Á leið í heimsókn til Elsu
Feðgar á leiðinni til Noah Flesher í pönnukökuboð
Hugi fór á línuskautunum, hann er orðinn ansi klár á þeim
Fyrir utan húsið hans Noah með honum sjálfum
Hugi var ekki lengi að finna tré til að klifra upp í garðinum
Eyja fór í gallabuxur í tilefni amerísks pönnukökuboðs
Stirnir hugsi með nýja klippingu
Hugi líka með nýja klippingu
Strákar á ljónum
Eyja sefur í vagninum
Saturday, April 05, 2008
Stóru bræðurnir voru á leið í bað í gærkvöldi og Eyja fékk að kúra hjá þeim í rúminu meðan þeir biðu eftir að rynni í baðið. Þeim fannst frekar fyndið að Eyja sæi þá allsbera.
Eyja fékk leikteppi og lá þar og brosti til Lí að venju. Ég reyndi að ná brosunum á mynd, þetta var það besta sem ég náði.
Í dag laugardag var haldið upp á afmæli Stirnis. Það er búin að vera spenna síðustu daga vegna veðurspárinnar og ég er búin að vera í stöðugu sambandi við manninn með hoppukastalann. En hann hékk þurr í dag þrátt fyrir rigningarspár svo kastalinn komst upp og það var mikið hoppað.
Árni og Noah Flesher sem kenndi Stirni í fyrra
Elsa og Eyja, Elsa fékk þónokkur bros frá Eyju
Hanae vinkona og bekkjarsystir Stirnis
Ömmurnar spjölluðu saman. Sænska amman við hliðina var fegin að hitta sænskumælandi ömmu hjá okkur.
Afmælisbarnið slær í pinjata
Boggi, Hanae, Ævar og Max smakka nammið
Stirnir skreytti kökuna alveg sjálfur og tókst vel upp
Slakað á í Wii þegar afmælið var búið
Stirnir var ánægður með veisluna og pakkana. Núna eru bræðurnir uppi að leika með nýja dótið. Hadley bekkjarsystir Huga er í heimsókn en hún ætlar að gista hjá okkur í nótt, frekar spennandi.
Dalla
Eyja fékk leikteppi og lá þar og brosti til Lí að venju. Ég reyndi að ná brosunum á mynd, þetta var það besta sem ég náði.
Í dag laugardag var haldið upp á afmæli Stirnis. Það er búin að vera spenna síðustu daga vegna veðurspárinnar og ég er búin að vera í stöðugu sambandi við manninn með hoppukastalann. En hann hékk þurr í dag þrátt fyrir rigningarspár svo kastalinn komst upp og það var mikið hoppað.
Árni og Noah Flesher sem kenndi Stirni í fyrra
Elsa og Eyja, Elsa fékk þónokkur bros frá Eyju
Hanae vinkona og bekkjarsystir Stirnis
Ömmurnar spjölluðu saman. Sænska amman við hliðina var fegin að hitta sænskumælandi ömmu hjá okkur.
Afmælisbarnið slær í pinjata
Boggi, Hanae, Ævar og Max smakka nammið
Stirnir skreytti kökuna alveg sjálfur og tókst vel upp
Slakað á í Wii þegar afmælið var búið
Stirnir var ánægður með veisluna og pakkana. Núna eru bræðurnir uppi að leika með nýja dótið. Hadley bekkjarsystir Huga er í heimsókn en hún ætlar að gista hjá okkur í nótt, frekar spennandi.
Dalla
Subscribe to:
Posts (Atom)