Í dag er stór dagur, afmælisdagur Stirnis, hann verður 6 ára og ferðadagur okkar mæðgna, förinni haldið til Kína. Það er búið að pakka nánast öllu niður og Eyja sefur enn, grunlaus um að hún sé að fara í 3 flugvélar.
Það verður frábært að sameinast feðgunum og byrja lífið okkar saman sem 5 manna fjölskylda í okkar húsi. Ég trúi því varla að ég sé búin að vera á Íslandi í 3 mánuði. En hérna hefur mér liðið vel í faðmi fjölskyldu og vina sem hjálpuðu mér í gegnum biðina eftir komu Eyju og samglöddust með mér þegar hún kom.
Þegar ég kom til Íslands hafði ég blendnar tilfinningar, spenna fyrir barnsfæðingu en líka mikill kvíði fyrir því sem gæti orðið, að barnið yrði mikið veikt. Það hvörfluðu að mér hugsanir um það hvort ég myndi vera með barn með mér þegar ég færi aftur til Kína.
En það er komið að því að kveðja Ísland í bili, halda á vit nýrra ævintýra með nýjum einstaklingi. Bræðurnir bíða spenntir eftir litlu systur, meimei, eins og það er sagt á kínversku. Vinir og nágrannar í Sjanghæ bíða líka spenntir eftir að sjá Eyju og kynnast henni.
Síðasta læknaheimsóknin hérna var í gær, 6 vikna skoðun sem kom ljómandi vel út, Eyja er búin að þyngjast um rúmt kíló frá fæðingu og lengjast um 7 sentimetra. Við fórum líka í sónar í gær vegna smells í mjöðminni á henni en það kom í ljós að mjöðmin var fín eins og annað. Ein vinkona sagði í gær að þetta barn væri mest sónarskoðaða barn sem hún þekkti. Kviðsónar á Landspítalanum fyrir páska kom líka vel út, ekkert óeðlilegt að sjá, allt glansandi fínt eins og barnalæknirinn sagði.
Við þökkum fyrir samveruna á Íslandi í bili og ástarþakkir fyrir allar fallegu gjafirnar sem eru komnar ofan í stóra tösku.
Á páskadag var Eyja í gömlum kjól af mér, hún var eins og dúkka, svo fín:
Stirnir afmælisbarn er mikið að hugsa um afmælisundibúning þessa dagana. Hann skrifaði lista yfir boðsgesti áður en hann fór til Kína. Hann er búinn að læra það í skólanum að það á að vera fingurbreitt bil á milli orða, hann leysti það þannig að hann teiknaði mynd af fingri á milli nafna á boðslistanum. Þetta fannst honum og okkur fyndið, þetta er hans húmor. Hann vildi bjóða þremur stelpum og einum strák úr bekknum sínum og svo var hans gamli kennari Mr. Flesher líka á listanum. Nágrannar okkar, sænsku krakkarnir og allir íslensku vinirnir voru líka skrifaðir niður. Þetta verður svaka partí og SS pylsurnar verða með í för okkar mæðgna frá Íslandi.
Ég færi ykkur ferðafréttir fljótt, bestu kveðjur, Dalla
Thursday, March 27, 2008
Tuesday, March 18, 2008
Monday, March 10, 2008
Monday, March 03, 2008
Lýsing Kjartans á fyrsta degi bræðranna í Shanghæ eftir mánaðardvöl á Íslandi:
Strákarnir sváfu lítið sem ekkert í flugvélinni. Stirnir ældi svo í Virgin pokann sinn í leigubílnum heim, og þeir voru báðir frekar rislitlir. Þeir hresstust aldeilis við þegar þeir komu heim, og var húsið umsvifalaust fullt af börnum æpandi og hlaupandi. Ég spurði þá afhverju þeir færu aldrei að leika sér hjá Svíunum, og þau sögðu mér að þar mættu þau ekki vera með læti. Þar höfum við það.
Síðan fórum við með Fredrik og þeim á línuskauta við Xujiahhui Park. Það var glaðasólskin og hiti. Krakkarnir þeystust um allt, með greyið Stirni hlaupandi á eftir, sem ég held að hafa hlaupið þrjá hringi í kringum allan garðinn.
Enn virtist nóg orka eftir í þeim, þannig að ég tók þá svo á O’Malleys, þar sem einhverjar þreifingar voru með það að hitta Bogga og Örn, en að lokum komust þeir ekki. Við vorum samt þar í góðu yfirlæti. Hoppikastali og dýramarkaður. Beðið um kisur og svoleiðis.
Ágætis úthald hjá þeim eftir meira en 24 tíma vöku.
Að lokum fórum við heim, og það slokknaði á þeim um circa sex leytið, sem hafði verið takmark mitt. Það ráð virðist hafa virkað, því að þeir eru ennþá sofandi og klukkan að verða 9.
Þeir sváfu víst til næsta morguns, í 16 klukkutíma. Allt gott að frétta af okkur mæðgum, Eyja fékk grátkast á laugardagskvöldið en vonandi var þetta tilfallandi því hún svaf vel í gær. Við erum byrjaðar að taka á móti gestum og það léttir okkur lund.
Dalla
Strákarnir sváfu lítið sem ekkert í flugvélinni. Stirnir ældi svo í Virgin pokann sinn í leigubílnum heim, og þeir voru báðir frekar rislitlir. Þeir hresstust aldeilis við þegar þeir komu heim, og var húsið umsvifalaust fullt af börnum æpandi og hlaupandi. Ég spurði þá afhverju þeir færu aldrei að leika sér hjá Svíunum, og þau sögðu mér að þar mættu þau ekki vera með læti. Þar höfum við það.
Síðan fórum við með Fredrik og þeim á línuskauta við Xujiahhui Park. Það var glaðasólskin og hiti. Krakkarnir þeystust um allt, með greyið Stirni hlaupandi á eftir, sem ég held að hafa hlaupið þrjá hringi í kringum allan garðinn.
Enn virtist nóg orka eftir í þeim, þannig að ég tók þá svo á O’Malleys, þar sem einhverjar þreifingar voru með það að hitta Bogga og Örn, en að lokum komust þeir ekki. Við vorum samt þar í góðu yfirlæti. Hoppikastali og dýramarkaður. Beðið um kisur og svoleiðis.
Ágætis úthald hjá þeim eftir meira en 24 tíma vöku.
Að lokum fórum við heim, og það slokknaði á þeim um circa sex leytið, sem hafði verið takmark mitt. Það ráð virðist hafa virkað, því að þeir eru ennþá sofandi og klukkan að verða 9.
Þeir sváfu víst til næsta morguns, í 16 klukkutíma. Allt gott að frétta af okkur mæðgum, Eyja fékk grátkast á laugardagskvöldið en vonandi var þetta tilfallandi því hún svaf vel í gær. Við erum byrjaðar að taka á móti gestum og það léttir okkur lund.
Dalla
Subscribe to:
Posts (Atom)