Við Eyja og Hugi fórum á spítalann í vikunni. Eyja átti að fá bólusetningu sem hún fékk í tveimur sprautum og tveir hjúkrunarfræðingar sprautuðu hana samtímis í bæði lærin. Þetta voru svakalega aðfarir og hún rak upp kvein elsku kellingin en jafnaði sig þó fljótt. Hún fær aðrar bólusetningar en á Íslandi, í annarri sprautunni var bólusett við 6 sjúkdómum, þar á meðal lifrarbólgu B.
Ég fékk að skella henni á vigt og hún var mæld í leiðinni. Hún er orðin 6,4 kíló og 60 sentimetrar, þriggja og hálfs mánaða. Ég setti tölurnar inn á kúrfu og samkvæmt því er hún stutt og feit eða bara dugleg að borða eins og bræðurnir voru alltaf.
Hugi lét kíkja á sýkingu á viðkvæmum stað og fékk krem til að laga það. Eyja fékk svo hita um kvöldið en ég gaf henni hitalækkandi og hún kvartaði ekki.
Kjartan kom seint heim úr vinnunni í gær, hann þarf stundum að funda með Íslandi og Bandaríkjunum og þá þarf hann að vinna fram á kvöld eða jafnvel nótt. Hugi var búinn að leggja fyrir hann gildru við dyrnar og Kjartan gekk grunlaus í hana. Ég var reyndar með í ráðum, strengdi band þvert fyrir dyrnar sem strekktist á þegar dyrnar opnuðust og toguðu í tösku sem var hengd upp á prik. Hugi stjórnaði aðgerðum og sagðu mér til, hann fór sjálfur upp á ísskáp til að festa prikið en ég strekkti bandið og batt. Ég vaknaði semsagt upp við gauragang í nótt þegar taskan datt á hausinn á Kjartani og hann flæktist í bandinu. Mig grunar að þetta muni efla Huga enn meira til dáða í gildrusmíðum svo Kjartan má passa sig.
Bræðrunum var mikið niðri fyrir þegar þeir komu heim með skólabílnum í dag. Stirnir ætlar að giftast Andreu sögðu þeir. Þau kysstust á munninn í skólabílnum! Andrea kom yfir stuttu síðar uppáklædd í hvítan kjól og Stirnir fór upp til að skipta yfir í betri fötin. Við Matthías pabbi Andreu fengum að kíkja upp fyrir athöfnina og mynda brúðhjónin tilvonandi og stjórnanda athafnarinnar. Svo var okkur skipað að fara út sem við hlýddum. Klukkutíma seinna komu þau út úr herberginu og þá hafði eitthvað breyst í miðri athöfn og Hugi sagðist vera kvæntur Andreu.
Eyja og Lí úti í porti
Við Elsa fórum á rand í gær og kíktum í litla búð og safn tileinkað kínverskum vefnaði í bláum og hvítum lit. Þetta er bómull og var alþýðuklæðnaður, kallast blátt nankeen. Við urðum fyrir árás moskítófluga í garðinum við húsið, ein reyndi að stinga Eyju í höfuðið og Elsa var bitin í fótleggina. En það er ótrúlegt hvað það getur verið friðsælt í svona bakgörðum í Sjanghæ, það er svo mikill hávaði á götum úti en þegar maður fer frá götunni er þar fuglasöngur og friðsæld.
Elsa og Eyja
Við fórum svo á franskan veitingastað og fengum okkur steik. Stundum langar mig í góða steik, Elsa kom með þá kenningu að mig vanti orku fyrir brjóstagjöfina. Allavega leið mér vel eftir steikarátið.
Eyja er orðin dugleg í bakæfingum
Í gærmorgun sofnaði hún á leikteppinu eftir æfingarnar
Fyrir athöfnina er brúðguminn ofurglaður, "presturinn" alvarlegur og brúðurin eftirvæntingarfull
Takið eftir brúðarkjólnum
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Salut à tous!
ça m'a fait plaisir d'avoir de vos nouvelles grâce au blog. En effet, j'ai des problêmes avec le MSN. Je n'arrive plus à faire apparaître le logo pour entrer en communication avec vous et autres. Il faudra que je demande de l'aide à Richard Ough qui est en vacances à Reykjavík pour cause de Listahátíð.
Demain samedi, Gunna va monter au sommet de Ármannsfell avec une douzaine de femmes göngugarpar (með meiru) et redescendre avec le groupe... pour manger des vöflur chez nous à Þingvellir. Je sens que je vais passer la journée aux fourneaux, devant le moule à gauffres.
Je vois que la petite Eyja profite bien du lait de sa maman. Après avoir vu la photo de son postérieur, Kristinn a demandé si elle sera la future championne de sumo!?! Heureusement qu'elle est trop petite pour se vexer!
Grosses bises à tous,
Amma C.
Post a Comment