Sunday, September 28, 2008

Um að gera að koma síðustu ferðasögu á prent áður en sú næsta verður til því á morgun erum við að fara til Tokyo.

Við flugum snemma morguns til Xi´an, um tveggja tíma flug og nokkuð þægilegt. China Eastern bauð upp á pastamáltíð en sósan var einum of sterk fyrir strákana.

Við vorum sótt á flugvöllinn og keyrð á hostelið/farfuglaheimilið okkar. Við fengum fjölskylduherbergi á tveimur hæðum, stofa niðri og svefnherbergi uppi, strákunum fannst þetta vera rosa flott og allt í kínverskum stíl. Við pöntuðum skoðunarferð klukkutíma eftir komuna á hótelið og þetta varð svona kínversk uppákoma því bíllinn sem kom að sækja okkur rúmaði bara fjóra og við vorum sjö. Leiðsögumaðurinn og bílstjórinn reyndu að sannfæra okkur um að við gætum víst komist fyrir í bílnum og stilltu upp kolli á gólfinu sem einhver átti að sitja á. Lausnin var svo fundin með því að við áttum að keyra yfir á hótel í nágrenninu og fá stærri bíl þar. Þá vildi leiðsögumaðurinn að við træðum okkur öll inn í bílinn því þetta væri bara 10 mínútna ferð en við neituðum og Kjartan tók leigubíl með strákana á hótelið.Á leið í skoðunarferð í kínversku rúgbrauði, Jinbei. Þetta er stærri bíllinn.


Fyrsta stopp var Ban po safn en þar er búið að grafa upp leifar af þorpi Ban po þjóðflokksins sem var uppi fyrir 6000 árum. Þar var mæðraveldi, konur unnu flest störf og bjuggu til leirker sem þarna voru leifar af en karlarnir veiddu fisk.

Næsta stopp var leirkallaverksmiðja en þar eru gerðar eftirlíkingar af leirhermönnunum. Leirhermennirnir eru allir ólíkir, andlitsfall er ólíkt, sagt að þeir hafi verið mótaðir eftir hermönnunum sjálfum. Hugmynd keisarans var víst að láta grafa sig með lifandi hermönnum en honum var bent á það að það væri grimmilegt svo leirhermennirnir urðu til.

Hin mörgu andlit leirhermanna:Stirnir hermaðurHugi hermaðurEyja hermaðurHermannaframleiðsla en þarna eru kallarnir búnir til eftir móti.Þá var komið að því að skoða safnið þar sem leirhermennirnir fundust, þangað var heilmikið labb og ungfrú Eyja seig í. Ég tók bara burðarsjalið með,engan vagn. Þegar við komum á staðinn sem var eins og risastór skemma fékk Eyja engu minni athygli en hermennirnir, margir vildu mynda hana og strákana. Það er stórmerkilegt að koma þarna og sjá þennan fjölda. Það er búið að gera við marga en margir liggja enn í brotum, bæði hermenn og hestar. Og enn eru staðir það sem vitað er að eru minjar undir en ekkert byrjað að grafa.Þarna er alvöru stöffið, uppgreftrinum er enn ekki lokið

Bræður og hermennAnnar uppgraftarstaðurMaría og Eyja í Mattafangi

Um kvöldið röltum við út á Hot pot stað þar sem við pöntuðum okkur venjulega súpu og ýmislegt góðgæti til að sjóða í henni. Súpan reyndist vera sú sterkasta súpa sem ég hef nokkurn tíma smakkað, eiginlega óæt. Við reyndum að koma þjónunum í skilning um það að við þyrftum að láta þynna súpuna og veiddum upp chili-ið. Við héldum að við værum orðin svo veraldarvön og gætum alveg gert þetta sjálf en þarna lentum við í vandræðum með að gera okkur skiljanleg. Það var samt mikill munur á þessari ferð og ferðinni til Qingdao fyrsta sumarið þar sem við vorum alveg græn og skildum ekki hvernig hlutirnir virka hérna.Afslöppun á hótelinu áður en við lögðum af stað í göngutúr

 

Við skoðuðum klukkuturninn í borginni sem var byggður 1384 og var notaður til að vara við árásum óvina.Hugi býr sig undir að slá í bjölluna í klukkuturninumGott að taka tilhlaupStirnir sposkurMatti

Svo gengum við um múslimahverfi sem var mjög líflegt, kebab og hnetur til sölu
Á göngu í múslimahverfiVið fórum í tesmökkun þar sem okkur var boðið upp á ýmisskonar te sem átti meðal annars að yngja okkur upp. Hugi hafði mikinn áhuga á því tei og spurði hvort hann væri ekki unglegri eftir smakkið. Við  keyptum okkur yngingarte, Ginseng oolong te.Tesmökkun
Strákarnir standa á steini sem á að lengja lífiðMúslimakona talar við okkur. Ég er orðin ansi góð í að segja hvað ég eigi mörg börn, hvað þau séu gömul og hvers kyns þau eru.


Systkinin í herberginu

Bræður fyrir utan hostelið

Hugi klifrar á borgarmúrnum

Síðasta daginn skoðuðum við musteri og pagodu rétt fyrir utan borgarmúrana. Xi´an er sjarmerandi borg og gömul en umferðin er jafnvel verri en í Shanghai, engin gönguljós svo við þurftum oft að hlaupa yfir götur. Þarna er ódýrara að lifa en hér, startgjaldið á leigubílum er 6 rmb í stað 11 hér.

Í musterinu þar sem við settumst niður til að hvíla okkur sat Eyja og brosti til Huga og Hugi brosti á móti. Huga varð þá að orði: Ahh,  við erum svo heppin að eiga Eyju!

Hérna er feitlagið fólk oft kallað happy búdda, því svipar til líkneskisins af búddanum sem brosir út að eyrum.                         Um kvöldið þegar við vorum komin heim á Yongjia lu og allir voru á leið í bað sat Eyja á bleiunni einni fata á rúminu með allar sínar fellingar og keppi og brosti sínu breiða, tannlausa brosi. Stirnir horfði á hana rannsakandi augum og sagði svo: Kannski er Eyja bara búddi!

Stirnir í musteri

Litli búddinn okkar á gólfinu í skrifstofunniBúddinn við bóklesturJá, svona á að gera þetta

Lí heldur því fram að Eyja sé farin að skilja kínversku. Hún segir gögö nar (hvar er stóri bróðir) við hana og þá lítur Eyja eftir bræðrum sínum.

Eyja hefur verið að borða grænmeti úr krukkum í hádeginu en Lí keypti í samráði við mig lífrænt ræktað grænmeti, sætar kartöflur, gulrætur og baunir á fimmtudaginn, gufusauð og maukaði. Eyju líkaði góðgætið vel svo nú fer heimaframleiðslan á fullt.

Við mæðginin/mæðgurnar fórum í verslunarleiðangur í gær, keyptum í matinn því von var á gestum. Á heimleiðinni  átti Stirnir fótum fjör að launa undan hjóli, það var bara fyrir snarræði hans að hann varð ekki fyrir hjólinu sem straukst samt við hann. Ég brást reið við og sparkaði í hjólið því maðurinn sá okkur alveg en druslaðist ekki til að bremsa, það er stundum eins og þetta hjólafólk sé að spara bremsuna. Hugi hringdi í Kjartan og tilkynnti honum að eitthvað slæmt hefði gerst að það hefði verið hjólað á Stirni. Svo fékk Kjartan að heyra það að ég hefði lamið manninn. Ég minnist þess nú ekki, spurning hvort ég hafi eitthvað slengt til hans, ungamamma að verja ungana sína. Kannski ekki besta fordæmið sem ég gaf þarna.

Tokoy á morgun, Disneyland, fjallaferð og fleira, við erum spennt yfir að heimsækja nýtt land, Kjartan verður svo eftir þar í vinnuferð en ég kem heim með börnin.

Dalla

Monday, September 22, 2008

Hérna koma loksins myndir frá handbolta/ólympíuhelginni. Ég fékk nýja tölvu og myndvinnslan var að komast í gagnið núna.


Leikur í portinu með Bogga og Erni, búningarnir eru gerðir úr kössunum utan af stólunum nýju.Hugmyndaríkir ungir mennog orkumiklirEyja og Hekla, von á barni í desemberEyja við matarborðið


Sería, Eyja og Eyrnaslapi í leik í ágúst:


Hér eru allir í góðum gír. Við fórum í til Xi´an um helgina með Matta og Maríu sem fluttu hingað í síðustu viku. Tilefnið var að við horfðum á myndina The mummy 3 þar sem keisarinn vekur upp leirhermenn sína og vill í stríð. Hugi hreifst svo af leirhernum að hann langaði til að fara og sjá hann. Fyrst hringdi hann í Hadley vinkonu sína og spurði hana hvort þetta væri kúl, því hún var búin að fara til Xi´an. Henni fannst þetta semsagt kúl.
En ég segi frá ferðinni í myndum seinna, er ennþá að fara yfir þær myndir.

Við Hugi fórum í afmælisveislu til Benedicte eina helgina, hún er vinkona úr gamla bekknum, kínversk/norsk. Eftir veisluna fórum við þrjú, Eyja líka með,í matarinnkaup í Cityshop á Huaihaigötu. Þar var mikið um að vera, fólk allsstaðar því það var hátíðisdagur daginn eftir og kínverjar hafa tekið upp þann sið okkar að kaupa mikið fyrir hátíðar. Þegar við komum upp á gatnamótin úr búðinni missti ég sjónar áHuga í nokkrar mínútur og hljóp eins og hauslaus hæna og kallaði á hann. Þarna kom kona aðvífandi sem benti mér á hvar hann væri en þá stóð hann kyrr úti við götu og leit eftir mér. Ég hljóp til hans og var fegin að sjá hann og spurði hvort hann hefði nokkuð ætlað að fara að gráta. Svarið var skýrt og skorinort: Kúrekar gráta ekki!

Það var ómögulegt að fá leigubíl svo við löbbuðum af stað, þó ekki með pokana, þá fáum við senda heim. Á næstu gatnamótum kom rikshaw að okkur og bílstjórinn bauð okkur far sem við þáðum. Það passaði að þegar við renndum upp að hliðinu okkar kom hellidemba, við hefðum sko orðið gegnvot ef við hefðum verið á ferðinni. Sjá myndir hér neðar.

Hér fylgjumst við með þurrmjólkurmálinu hræðilega sem lítur út fyrir að nái yfir allar mjólkurvörur. Í vörum stærsta mjólkurvöruframleiðanda borgarinnar hefur melanín fundist líka. Hugi borðar oft jógúrt frá þessu merki en það er búið að setja hann í jógúrtbann núna. Enda segjast þeir strákar ekki vilja pissa steinum.
Skóli strákanna er hættur að bjóða uppá mjólkurvörur þangað til málin skýrast. Við kaupum innflutta g-mjólk frá Frakklandi eða Nýja Sjálandi en höfum líka drukkið kínverska mjólk öðru hvoru sem átti að vera góð að gæðum.
Eyja fær brjóstamjólk og mun fá hana um ókomna framtíð. Ég finn hræðilega til með kínverskum foreldrum og börnum sem þjást vegna þessara glæpamanna sem blanda óþverra í mat.


Hér koma septembermyndir, fyrsta holl. Ég veit að þetta er mikið af myndum en ömmur og afar og aðrir ástvinir eru vonandi glaðir að sjá mikið af börnunum. Og ég er sko ekki hætt að blogga elsku Gunna og tengdamamma.Eyja lítur upp frá leikEyjudót er spennandiLítil kona við stórt borðFyrirsæturnar Eyja og Tara, kunna að líta í átt að myndavélinniBröns á Yongjia lu: Noah, Mike, Kerri og Dan foreldrar Hadley og Emmu og Atli
Þú hér!Mömmurnar og ungarnirBorðskraut á SCIS grilli í skóla strákannaFeðginMæðgurRikshaw á fleygiferðStirnir í móttökunefnd