Saturday, March 28, 2009

Bambusskógur og teakrar

Síðastliðna viku voru Hugi  og Stirnir í vorfríi. Það er ekkert páskafrí í alþjóðlega skólanum en þetta kemur í staðinn fyrir það. Við vorum að bræða það með okkur að fara út úr bænum en veðurspáin var ekki góð svo við tókum það rólega síðustu helgi en sáum svo að spáin myndi  breytast fyrir þriðjudag og ákváðum að stökkva af stað.

Við fengum Mr. Jin til að keyra okkur upp í fjöllin í nágrenni Hangzhou, nánar tiltekið á stað sem heitir Moganshan. Þar leituðu efnaðir Sjanghæbúar eftir svala á heitum sumrum um miðja síðustu öld.  Við fórum þó ekki á stórt hótel heldur leigðum okkur hús hjá Naked retreats í þorpi sem kallast 395. Þegar stofnendur þessarar húsaleigu komu í þorpið fyrir tveimur árum bjuggu þar 15 íbúar á aldrinum 63 til 93. Af þessum 15 vinna 10 við umsjón og viðhald húsanna sem eru orðin átta. Það er ekki hægt að keyra alla leið upp að húsinu þar sem við dvöldum, við gengum 230 þrep til að komast að því. Sjanghæ er mjög hávær borg, bílaniður, flaut og köll svo það var algjör sæla að komast í fjallakyrrð.  Ungur maður sem tók á móti okkur leiddi okkur beint út í skóg til að njóta friðarins, okkur var uppálagt að þegja í tvær mínútur og  hlusta á lækjarnið en strákarnir hlupu alsælir um. Í bambusskóginum er hvert tré merkt þeirri fjölskyldu sem á það og einnig er aldur trésins sjáanlegur á stofninum með merkingum. Það er talað um börnin, foreldrana og ömmurnar og afana. Börnin eru eins árs, foreldrarnir tveggja ára og gamla fólkið þriggja ára og það má fella. Það er víst hægt að horfa á bambustré vaxa því það getur hækkað um einn metra á dag. Þyturinn í laufunum var indæll.

Við komum okkur fyrir í Huahua kofanum sem var nú enginn kofi. Uppgert gamalt hús, allt mjög skemmtilega gert og bambusþema í innréttingum sem voru nokkuð hráar. Í kamínunni logaði eldur og við gátum vel hugsað okkur að vera þarna í  nokkra daga og ákváðum strax að bæta einni nótt við og vera þrjár nætur. Við reyndum einu sinni enn að veiða, höfum reynt á nokkrum stöðum en aldrei veitt neitt. Lónið var fullt af fiski en ekkert vildi bíta á okkar öngul.

Hugi og Stirnir lýstu því yfir að þessi staður væri jafn góður og Ísland, þeir fundu sér strax leynistað og byrjuðu stíflugerð þar. Við húsið var útisturta og þeir voru ekki lengi að berhátta sig og prófa sturtuna. Eyja kannaði umhverfið og skreið um úti, ekki oft sem hún hefur skriðið í grasi, kannski ekki svo huggulegt grasið í stórborginni. Hænur vöppuðu um og býflugur suðuðu.

Daginn eftir fórum við í göngu upp í hlíðarnar. Þar uppi komum við á teakra þar sem fólk var við tínslu. Á þessum tíma árs, fyrir vorrigningar er tínt fínasta teið og það dýrasta. Hugi slóst í hópinn með tetínslufólki og hreifst svo af þessu starfi að hann sagðist vilja vinna við tetínslu, hann tíndi í flösku og við gátum varla slitið hann frá tínslunni. Hann sagði að þetta væri besti dagur lífs síns. Við villtumst aðeins um en fundum svo lítið musteri hátt uppi í hlíðunum. Þar var einsetumaður sem sér um musterið og hann bauð upp á te.

Eyja ferðaðist um í magapokanum góða en ég verð að segja að ég var ansi þreytt eftir gönguna, blés eins og hvalur þegar við komumst aftur upp í hús. Þá var gott að fá sér hvítvínsglas og lesa bók. Strákarnir fóru í skoðunarleiðangur og komu til baka mjög spenntir en þá höfðu þeir rekist á Cameron bekkjarsystur Huga sem var nýkomin með mömmu sinni og bróður. Þarna urðu fagnaðarfundir og eftir kvöldmat fóru bræðurnir yfir til þeirra í heimsókn og skiluðu sér ekki heim fyrr en um miðnætti eftir að hafa spilað Monopoly í fjóra klukkutíma. Við Kjartan áttum semsagt friðsælt kvöld yfir bók.

Hugi vildi fara aftur í tetínslu daginn eftir og fékk að fara með Cameron og fjölskyldu í leiðangur. Við hin pöntuðum okkur nesti sem við löbbuðum með upp í skóginn og settumst þar niður á teppi. Eftir hádegismat vildi ég leggja mig með Eyju og við fórum upp í rúm, ég hlýt að hafa dottað á undan henni því þegar ég rumskaði var hún búin að ná í kremdós við rúmið og maka sig alla út í því. Heil dós af kremi sem hvarf þarna og fyrsta prakkarastrikið skjalfest.

Um kvöldið slógum við saman með Michelle, mömmu Cameron í grill og borðuðum í þeirra húsi. Ayi grillaði fyrir okkur en steikurnar voru harðar undir tönn hjá henni, í næstu ferð grillum við bara sjálf. Krakkarnir kveiktu varðeld og borðuðu vel.

Við ætlum að koma aftur á þennan stað, algjör perla í þriggja tíma akstursfjarlægð frá borginni.

_MG_0990

Burðarmaður ber farangurinn upp þrepin 230. Takið eftir öxinni sem hann ber í belti til að fella bambustré.

 

IMG_2898

Fyrir framan Huahua húsið okkar.

IMG_2904

Þögn í bambusskógi.

IMG_2924

Hua hua frá öðru sjónarhorni.

IMG_2934

Vinalegur vegfarandi.

IMG_2935

Lónið með fiskunum.

IMG_2951

Stirnir horfir eftir fiskum.

IMG_2970_1

Hugi veiðir.

IMG_2982

IMG_2994

Kvöldstemmning við húsið.

IMG_3019_1

Hugi tínir te.

IMG_3020

Brosmildur tetínari.

IMG_3038

Stirnir á þaki í fjöllunum.

IMG_3042

Bústaður musterisvarðarins.

IMG_3050

Eyja fær bita, Hugi drekkur te og Stirnir skráir í gestabókina.

IMG_3055

Hugi hjá musterisverði.

IMG_3073

Nesti í skógi.

IMG_3080

Kjartan var nú ekki ánægður þegar hann sá þessa mynd, að Eyja væri með hönd á linsunni. Hún er með prakkarasvipinn.

IMG_3105

Búið að kveikja upp í grillinu.

IMG_3115

Allt í blóma.

IMG_3127

Ayi grillar.

IMG_3136_1

Eyja í körfu sem ayi notar til að bera eldiviðinn.

IMG_3140

Cameron og Hugi, sést bara vel framan í Huga á þessari mynd.

Moganshan1

Lónið

Scarecrow2

Fuglahræða í grænmetisgarði.

Stirnir varð sjö ára á föstudaginn og þá keyrðum við aftur inn í borgina í rigningu. Heima biðu Hekla og börn eftir okkur og við borðuðum saman. Magnús kom svo úr vinnunni og við gæddum okkur á súkkulaðiköku frá Heklu. Eyja vildi borða grautinn sinn sjálf með skeið og fékk það. Ég var nokkuð hrifin af framtakinu hjá henni og þetta gekk bara nokkuð vel, hún setti skeiðina fyrst í grautinn sem var þykkur og svo í munninn en eitthvað fór nú á smekkinn. Lí horfði hissa á aðfarirnar en sagði ekkert. Ég spurði hana hvort kínversk börn á þessum aldri borðuðu sjálf, hún sagði að þau væru mötuð þar til þau væru fjögurra ára.

Á hverju götuhorni hérna er rakari eða hárgreiðslustofa, svona svipað eins og í suðurlöndum er apótek á hverju götuhorni. Eins og sést á myndunum eru Hugi og Stirnir ekki góðir viðskiptavinir slíkra staða, þeir vilja ekki fara í klippingu. Hugi hefur ekki verið klipptur í ár og þegar ég nefni klippingu við Stirni segist hann ekki vilja fara fyrr en Hugi fari. Á leiðinni í bæinn sagðist hann þó vilja fara í klippingu eftir afmælisveisluna og þá vill hann láta snoða sig.

Á morgun sunnudag er semsagt veisla og svo ferð á hárgreiðslustofu á mánudag.

Dalla

Friday, March 20, 2009

Húsmæðraorlof í Yi wu

Við ákváðum fjórar vinkonur, íslenskar að skreppa út úr bænum í byrjun vikunnar.  Okkur langaði til að heimsækja Yi wu en þar er stærsti markaður Kína sem selur allt milli himins og jarðar. Þetta var svona könnunarleiðangur okkur til skemmtunar.

Við tókum hægu lestina sem var líka nokkuð gömul og illa lyktandi. Þremur og hálfum tíma seinna stigum við á brautarpallinn í Yi wu og fórum út fyrir að finna okkur leigubíl á hótelið. Það  er leiðinlegur siður hjá leigubílstjórum að reyna að plata peninga út úr ferðalöngum, sérstaklega á lestarstöðvum og flugvöllum. Þeir vilja keyra fyrir uppsett verð en neita að setja mælinn í gang. Sumir nýlentir hafa lent í því að borga mörg hundruð rmb frá flugvellinum í Sjanghæ þegar meðalgjald er svona 150 ef keyrt er eftir mæli. Við erum nú ekki fæddar í gær og vitum hvað hlutirnir kosta en okkur gekk erfiðlega að tjónka við bílstjórann. Amy sem var með okkur gekk ekki betur en okkur en eftir þessa ferð ákváðum við að gefa ekki eftir fyrir svikurum.  En þetta var ekki góð fyrsta reynsla af borginni.

Til að vera vissar um að lenda ekki á svikulum bílstjóra fórum við með skutlu frá Kingdom hótelinu á markaðinn:

_MG_0920

Anna, Lára og Elsa

_MG_0924

Brosmildar áður en við fórum inn á markaðinn sem var risastór, margar byggingar tengdar saman. Við náðum ekki að skoða nema hluta, t.d. var stórt svæði með hárskraut og álíka stórt svæði með regnhlífar og regnfatnað. Verðið er hlægilega ódýrt en allir vilja taka við stórum pöntunum, helst upp á lágmark 1200 stykki.

_MG_0936

Og við erum ekki svo mæddar eftir markaðsskoðun.

_MG_0940

Hvar erum við staddar?

 _MG_0950

Lára og Amy

Um kvöldið borðuðum við á veitingastaðnum Bláa fjallinu. Þar fékkst allt milli himins og jarðar, virðist vera þema í Yi wu. Á hótelbarnum skáluðum við í freyðivíni fyrir afmæli Önnu og starfsfólkið galdraði fram sæta hjartalaga köku handa henni.

 _MG_0958

Elsa á markaði á öðrum degi.

_MG_0972

Við nærfötin!

_MG_0976

Mamma lætur dóttur sína pissa/kúka, barnið er með gat í klofinu á buxunum. Hérna venja mæður/ömmur/barnapíur börnin á að pissa þegar þær gera sérstakt hljóð, þetta er einhverskonar skilyrðing.

_MG_0979

Þessi seldi litrík sængurföt.

_MG_0985

Elsa og Amy prútta við sölukonu sem var hláturmild.

_MG_0987

The profession produces to keep the every variety high inside low file bed top thing gift. Welcome to the kind make to order to process???? Þetta er mjög líklega þýtt í þýðingarforriti.

Við Elsa stungum af frá Yi wu á hádegi og skildum Önnu og Láru eftir. Við vorum ánægðar þegar við uppgötvuðum að við áttum miða í hraðlest sem flutti okkur heim á mettíma. Þetta var skemmtileg ferð hjá okkur stelpunum og við hlógum mikið.

Ég sá það enn einu sinni að ég er ekki ómissandi á heimilinu. Kjartan og Lí sáu um börnin . Lí mætti snemma og bauðst til að gista líka en það var nú óþarfi, Kjartan er vanur að setja Eyju í rúmið. Síðdegis fyrri daginn fékk ég símtal frá Elinu  nágrannakonu minni sem sagði að Lí og strákarnir hefði læst sig úti þegar hún fór út í hlið að sækja þá úr skólabílnum. Hurðin hefur líklega skellst í lás en það sem verra var að Eyja svaf inni í rúminu sínu. Ég hringdi strax í Kjartan sem þaut af stað á hjólinu heim. Lí var í miklu uppnámi eftir því sem ég heyrði seinna. Hún fór þó og fékk lánaðan stiga sem hún og Fredrik reistu upp við húsið og svo skreið Lí inn um baðherbergisglugga á annarri hæð. Kjartan sló nýtt hraðamet á hjólinu, var 7 mínútur á leiðinni. Eyja vaknaði við gauraganginn þegar verið var að reisa upp stigann en var hin rólegasta. Lí lét svo skipta um hún svo þetta kæmi ekki fyrir aftur.

IMG_2893

Eyja er orðin nokkuð dugleg við að sleppa sér en hún tekur ekki skref.

IMG_2895

Stendur ein!

IMG_2897

Við Eyja skoðum oft vísnabækur og ég syng fyrir hana. Lí sagði að þegar ég var í burtu skoðaði Eyja bókina og sönglaði eitthvað og leit svo á hana til að bíða eftir að hún færi að syngja.

Dalla

Sunday, March 15, 2009

Sól, sól skín á mig

Eftir nokkurra vikna fjarveru er aftur farið að sjást til sólar í borginni. Það rigndi nú kannski ekki stanslaust en það var grátt og kalt. Við nutum helgarinnar í góða veðrinu eins og sést á myndunum en nokkrar eldri myndir fá líka að fljóta með.

Mamma og Jóra fóru heim 1. mars eftir nokkuð góða dvöl, þær voru ánægðar, sáu margt og löbbuðu mikið um.

_MG_0836

Þessi litla stúlka kíkti út í dyragætt í grennd við Yuan garden. Börnin eru klædd í mörg lög af fötum í kuldanum og húsirn eru sjaldan hituð upp á veturna svo þau eru dúðuð allan daginn.

_MG_0847

Jóra og mamma í Taikang lu. Þar eru skemmtilegar bakgötur.

_MG_0865

Strákarnir æfðu baseball einn daginn og Boggi var einbeittur.

IMG_2476

Frænkur í afmæli Eyju.

IMG_2493

Ada og Tara.

IMG_2536

Eyja lítur yfir nýja dótið sitt á afmælisdaginn. Hún fékk fullt af þroskaleikföngum og er að æfa sig í að setja kubba/form í rétt gat, það tekst stundum hjá henni.

IMG_2708

Eyja fékk spennu í lokkana. Þessi sería er aðeins yfirlýst hjá mér, Kjartan skammaði mig fyrir fljótfærnina. Ég þarf að læra betur á nýju myndavélina.

IMG_2714_1

IMG_2716

Við mæðgur fórum í labbitúr með Elinu og Nellie Meimei tveggja mánaða, nágrönnum okkar.

IMG_2721

Stelpurnar tilbúnar til brottfarar.

IMG_2723

Hádegismatur á Vienna Café.

IMG_2728

Við löbbuðum heim í gegnum bakgöturnar og þvotturinn var kominn út í sólina til þerris.

Helgarmyndirnar:

IMG_2730

Kristján Valur er búinn að vera í vinnuferð hérna í þrjár vikur og kom til að kveðja okkur á laugardaginn. Kjartan fékkst til þess að fara á Fabric market, klæðskeramarkaðinn í fyrsta skipi og lét sauma á sig jakkaföt. Hugi lét  gera eins jakkaföt á sig en Kristján valdi annan stíl.

IMG_2749_1

Nýbygging í hverfinu okkar í kvöldsólinni á laugardag.

IMG_2757

Sunnudagsmorgunn og þvottadagur í götunni okkar.

IMG_2774

Hugi og Magnús spá í spjótasmíði.

Hugi og Stirnir gistu hjá Bogga og Erni um helgina.

IMG_2777

Örn með spjót

IMG_2778

IMG_2797

Alltaf fjör

IMG_2810

Tarsan í trjánum…

IMG_2812_1

Sko, vorið er komið

IMG_2816 ¨

Við fórum í dýragarðinn og upp í parísarhjól sem var mjög ryðgað og ískraði í. Strákarnir voru að fara í annað skipti, fóru með Heklu daginn áður. Mér stóð ekki á sama og hélt mér fast í, það hefði nú líklega ekki gert mikið gagn…

IMG_2817

Hugi dregur frá.

IMG_2827_1

Eyja og Tara á áströlskum veitingastað .

IMG_2854

Hugi gróf sig í sandinn á staðnum.

Stirnir spurði mig um daginn hvort mér þætti skemmtilegra að tala íslensku eða ensku. Hann sagði svo sjálfur að það væri erfiðara að tala íslensku, kannski ekkert skrítið, við leiðréttum hann og það er svo margt sem honum er tamara að tala um á ensku. En þetta var smá sjokk að gera sér grein fyrir því að honum finnst enskan betri.

Dalla