Saturday, May 10, 2008

Kjartan fór af stað í morgun til Íslands svo við erum orðin ein í kotinu aftur, Kjartans/pabba laus. Strákarnir eru vængbrotnir þegar pabba vantar, þeir eru svo hændir að pabba sínum eftir mikla samveru síðustu mánuði.
Við buðum heim tveimur vinum og bekkjarfélögum Huga í dag, þeim Caspar og Hadley. Kjartan hafði fyrirfram áhyggjur af því að allt færi í háaloft hjá þeim þremur en það var nú annað. Þau léku inni og úti og ég heyrði hlátrasköllin langar leiðir í þeim. Stirnir féll líka vel inn í hópinn. Pabbi Hadley kom með rétta orðið yfir þau Huga og Hadley, sagði að þau væru goofy, veit ekki alveg hvernig er hægt að þýða það.

Fyrst ég er orðin ofvirk í blogginu eftir langt hlé þá kemur hérna líka myndasyrpa af systkinunum þar sem þau sátu í sófanum í gær. Það vantar ekki svipbrigðin á bræðurna en Eyja kippir sér ekki upp við neitt.
Við settumst niður í gær og horfðum á gamlar upptökur af bræðrunum og komumst að því að þeir eru allsberir við mörg tækifæri, á Íslandi og erlendis. Þeir fóru að spá í það hvort Eyja yrði eins og þeir og yrði alltaf allsber.
















Hadley og Caspar í líkamsæfingum

1 comment:

Anonymous said...

Chouette photos! Stirnir a l'air de bien aimer sa petite soeur.
Il est 22h 10, samedi soir et nous attendons Kjartan dans deux heures ou plus. il va être bien fatigué, j'imagine. Tout va bien par ici. Les arbres et l'herbe sont tout verts après la pluie. Température environ 10°C. Portez-vous bien et soyez sages en attendant le retour de papa!
Bises d' Amma C.