Fyrsti skóladagurinn í Kína liðinn og bræðurnir sofa, þeir voru ansi þreyttir í kvöld eftir heilan skóladag.
Skólabíllinn sótti okkur kl. 7:35, lítið rúgbrauð sem rúmar 7 börn, bara huggulegt. Ég fékk að fljóta með en fékk nú ekki góðar kveðjur frá skólastjóranum við komuna á skólalóðina. Hann sagði að þau vildu nú frekar að börnin gerðu þetta alveg sjálf frá fyrsta degi. Ayi/frænka er með börnunum í bílnum og fylgir þeim áleiðis í kennslustofurnar, ég varð nú ekki vör við að hún væri með lista yfir kennslustofur barnanna en ég sýndi henni hvar Stirnir verður staðsettur og ég býst við að Hugi reddi sér sjálfur.
Mér tókst að koma Stirni fljótt og vel inn í stofuna áður en hann færi að biðja mig um að vera áfram enda fékk ég skýr skilaboð um það í gær hjá kennararanum hans um að það vildi hann ekki. Hugi fór sjálfur í sína stofu og ég fylgdi á eftir til að sjá hann fara inn.
Ég fór í megainnkaup í Carrefour, Stirni vantaði ýmislegt fyrir skólann, teppi fyrir næðistundina, tannbursta og tannkrem, slopp fyrir málningarvinnu og annað sem ég er að finna til, er ekki búin enn. Mér tókst að fylla örugglega 20 poka og tók svo leigubíl heim.
Eftirmiðdagurinn fór svo í það að merkja skólafötin, smá tiltekt og líta á klukkuna. Fimmtán mínútum fyrir áætlaðan komutíma skólabílsins var ég komin út á tröppur. Bræðurnir voru brosmildir við komuna en Stirnir sagði að skóladagurinn væri langur. Hugi sagði fyrst að það hefði verið lítið að gera, kannski ekki nema von svona fyrsta daginn. Á morgun fer hann í íþróttir og það brýtur upp daginn hjá honum.
Hann var ekki sáttur við það að fá heimavinnu eftir fyrsta daginn og það var þónokkur grátur áður en hún var gerð, sem var svo lítið mál þegar til kom. Hann var neikvæður út í skólann en ég held að það sé tilfallandi, hann er að stíga upp úr veikindum og er orkulítill og það hefur sitt að segja. Hann verður örugglega jákvæðari á morgun.
Stirnir sagði fátt um sinn dag, vildi engum spurningum svara. Hugi sagðist hafa séð hann í matsalnum og veifað honum en sagði að Stirnir hefði verið of feiminn til að svara kveðjunni.
Við fórum í sund fyrir kvöldmatinn sem var mjög hressandi, það voru margir krakkar í lauginni og fjör. Bræðurnir lognuðust svo út af eftir kvöldmatinn.
Það er byrjað að rigna eftir tveggja vikna hlé, rigningin er kærkomin, hún kælir loftið og hreinsar. Verst að hún hefur líka áhrif á skilyrðin á kapalsjónvarpinu okkar.
Dalla
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
World Of Warcraft gold for cheap
wow power leveling,
wow gold,
wow gold,
wow power leveling,
wow power leveling,
world of warcraft power leveling,
world of warcraft power leveling
wow power leveling,
cheap wow gold,
cheap wow gold,
buy wow gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold
buy cheap World Of Warcraft gold f3d6j7uo
Post a Comment