Wednesday, August 23, 2006

Kókómjólkurmálið stóra er orðið stærra! Kennarinn hans Stirnis er sammála mér í því að bjóða ekki upp á sykurdrykki með hádegismatnum, eða fyrir hann eins og börnin eru að gera, fylla sig af kókómjólk áður en þau smakka matinn. Hann benti mér á að benda skólastjóranum á þetta sem ég gerði í tölvupósti. Honum fannst þetta ekki vera vandamál, ég ætti að geta kennt mínu fjögurra ári barni að velja rétt, taka vatn framyfir kókómjólkina. Ef hann myndi láta breyta matseðlinum þannig að hann yrði hollari myndu aðrir foreldrar kvarta, hann er greinilega ekki að nenna að svara þreytandi foreldrum eins og undirritaðri. En ég læt þá bara þar við sitja að setja Stirni í kókómjólkurstraff í skólanum. Ein mamman sagði við mig í morgun að henni væri sama þó hin börnin drykkju bjór með matnum bara ef hún gæti fengið sitt barn til að borða matinn og drekka enga kókómjólk. Við tékkum á því hvað aðrir foreldrar í bekknum segja, hart fyrir þau greyin að vera með djúsið fyrir augunum en mega ekki fá, kannski bara þau tvö í straffi við borðið.
Ég fór á kaffimorgun hjá foreldrafélaginu í morgun. Hitti nokkrar nýjar mömmur. Þar af eina kínverska sem bjó á Íslandi í eitt ár fyrir rúmum tíu árum, hún trúlofaði sig þar. Maðurinn hennar líka kínverskur bjó víst í nokkur ár á Íslandi. Þessi kona vinnur hjá stærsta ríkisrekna fjölmiðlabatterí í Shanghai, sjónvarpsstöðvar og allur pakkinn. Engir útlendingar eru í vinnu þarna en ég get kannski fengið að kíkja á þetta, það væri áhugavert að sjá.
Ég skráði mig sem room-parent í Huga bekk, þá aðstoða ég kennarann að einhverju leyti, veit ekki alveg hvað felst í mínu hlutverki. Skilst að ég gæti t.d. lesið fyrir bekkinn. Hugi varð glaður þegar ég sagði honum þetta, hann sagði að þá yrði einn kennari sem talaði íslensku.
Stirnir var spekingslegur hérna í gærmorgun. Hann kom til mín og tilkynnti: Mamma, ég held að það sé ekki góð hugmynd að þú hittir mig í skólanum! Ég heilsaði nefnilega upp á hann þar á mánudaginn og hann grét þegar ég fór, eitthvað sem hann gerir ekki hérna á morgnana þegar við kveðjumst. Í morgun passaði ég mig á því að láta hann ekki sjá mig en hann var úti í frímínútum þegar ég kom á staðinn. Hann var voða duglegur sá ég að hlaupa til þegar hringdi inn og stilla sér upp í röð með börnunum í sínum bekk.
Hugi lýsti yfir óánægju sinni með það að hann kæmi alltaf fyrstur í skólann í sínum bekk, enginn kennari kominn. Ég hafði samband við kennarann og komst að því að hann var að mæta 20 mínútum fyrr en hin börnin, ekki furða að honum leiðist að sitja einn á morgnana og bíða. Ég fékk fram breytingar á skólabílnum, þeir verða sóttir tíu mínútum seinna núna, 7:35 í stað 7:25 áður. Það er nóg að gera hjá mér að rekast í þessum erindum á daginn, skrifa tölvupóst og hringja í skólann. En ég vil endilega koma öllum óskum strákanna á rétta staði ef eitthvað er hægt að laga þá geng ég á eftir þvi.
Stirnir er með samskiptabók okkar kennarans í töskunni sinni og þangað kemur hann skilaboðum til okkar og öfugt. Mr. Flesher er duglegur að láta mig vita hvernig Stirni líður, hvort hann borðar, er þreyttur o.s.frv Eitthvað sem maður fékk beint í æð á Íslandi en þarf kannski að leita frekar eftir hér, þetta venst eins og annað.
Næsta event foreldrafélagsins er food fair en þá útbúa foreldrar mat frá sínu heimalandi og bjóða upp á á básum á skólalóðinni. Það er selt inn á staðinn og þetta er helsta tekjulind félagsins fyrir árið. Ég fór að örvænta, sé mig ekki fyrir mig eina með einhvern stand frá Íslandi með hákarl eða annað góðgæti. En mér skilst að ég gæti farið í samflot með öðru landi, bara spurning við hvern ég vil vingast. Ef einhverjar tillögur að mat, sem ég gæti fengið hráefnið í hérna í Shanghai koma upp í hugann þá má endilega senda mér póst eða komment.
Sjésjé, Dalla

3 comments:

Anonymous said...

Hæ! Je comprends bien ton mécontentement dans l'affaire du kókómjólk, mais il faudrait peut-être mettre de l'eau dans ton vin (sinon dans le kókómjólk!), c.-à-d. faire des concessions. J'imagine que la dernière chose que Stirnir souhaite, c'est de se singulariser par rapport au reste des élèves et ce serait bien triste de le voir assis à table avec les autres, sans rien manger (parcequ'il n'aime pas ça) et condamné à boire de l'eau pendant que les autres ont droit à la boisson sucrée. Ça me fait penser à Oliver Twist!! Il n'a peut-être pas d'appétit le matin pour prendre un bon petit-déjeuner, mais il pourrait avoir un SUPER-BON "nesti"... et boire son kókómjólk, qu'il adore, si mes souvenirs sont exacts.

N'oublions pas que les Islandais ont toujours le record mondial de consommation de sucre : 1 kg par personne et par semaine, selon la dernière enquête!!! Quelle horreur.

Une suggestion pour le jour culinaire des parents: góðar íslenskar pönnukökur, með sultu og rjóma. Þær svikja engan!
De tout coeur avec vous,
Amma leiðinlega.

Anonymous said...

Sælar,

ég tek undir með "ömmu", pönnukökur slá í gegn....
Reyndi það í Danmörku á alþjóðlegum degi í skólanum hjá stelpunum. Klikkar ekki... p.s. vonandi hefur þú tekið pönnukökupönnuna með...
Kv Thelma Mosó

Dalla said...

Æ, æ því miður hef ég aldrei náð leikni í pönnukökubakstri, þrátt fyrir að hafa fengið pönnu og uppskrift að gjöf frá Ömmu "leiðinlegu".
Tek enn á móti uppástungum, enda kannski bara með norsurum með reyktan lax á brauði.
Dalla