Eftir nokkurra vikna fjarveru er aftur farið að sjást til sólar í borginni. Það rigndi nú kannski ekki stanslaust en það var grátt og kalt. Við nutum helgarinnar í góða veðrinu eins og sést á myndunum en nokkrar eldri myndir fá líka að fljóta með.
Mamma og Jóra fóru heim 1. mars eftir nokkuð góða dvöl, þær voru ánægðar, sáu margt og löbbuðu mikið um.
Þessi litla stúlka kíkti út í dyragætt í grennd við Yuan garden. Börnin eru klædd í mörg lög af fötum í kuldanum og húsirn eru sjaldan hituð upp á veturna svo þau eru dúðuð allan daginn.
Jóra og mamma í Taikang lu. Þar eru skemmtilegar bakgötur.
Strákarnir æfðu baseball einn daginn og Boggi var einbeittur.
Frænkur í afmæli Eyju.
Ada og Tara.
Eyja lítur yfir nýja dótið sitt á afmælisdaginn. Hún fékk fullt af þroskaleikföngum og er að æfa sig í að setja kubba/form í rétt gat, það tekst stundum hjá henni.
Eyja fékk spennu í lokkana. Þessi sería er aðeins yfirlýst hjá mér, Kjartan skammaði mig fyrir fljótfærnina. Ég þarf að læra betur á nýju myndavélina.
Við mæðgur fórum í labbitúr með Elinu og Nellie Meimei tveggja mánaða, nágrönnum okkar.
Stelpurnar tilbúnar til brottfarar.
Hádegismatur á Vienna Café.
Við löbbuðum heim í gegnum bakgöturnar og þvotturinn var kominn út í sólina til þerris.
Helgarmyndirnar:
Kristján Valur er búinn að vera í vinnuferð hérna í þrjár vikur og kom til að kveðja okkur á laugardaginn. Kjartan fékkst til þess að fara á Fabric market, klæðskeramarkaðinn í fyrsta skipi og lét sauma á sig jakkaföt. Hugi lét gera eins jakkaföt á sig en Kristján valdi annan stíl.
Nýbygging í hverfinu okkar í kvöldsólinni á laugardag.
Sunnudagsmorgunn og þvottadagur í götunni okkar.
Hugi og Magnús spá í spjótasmíði.
Hugi og Stirnir gistu hjá Bogga og Erni um helgina.
Örn með spjót
Alltaf fjör
Tarsan í trjánum…
Sko, vorið er komið
Við fórum í dýragarðinn og upp í parísarhjól sem var mjög ryðgað og ískraði í. Strákarnir voru að fara í annað skipti, fóru með Heklu daginn áður. Mér stóð ekki á sama og hélt mér fast í, það hefði nú líklega ekki gert mikið gagn…
Hugi dregur frá.
Eyja og Tara á áströlskum veitingastað .
Hugi gróf sig í sandinn á staðnum.
Stirnir spurði mig um daginn hvort mér þætti skemmtilegra að tala íslensku eða ensku. Hann sagði svo sjálfur að það væri erfiðara að tala íslensku, kannski ekkert skrítið, við leiðréttum hann og það er svo margt sem honum er tamara að tala um á ensku. En þetta var smá sjokk að gera sér grein fyrir því að honum finnst enskan betri.
Dalla
2 comments:
Skemmtilegar myndir. Flott mynd af nýbyggingunni og þvottinum. Ég kem yfir til þín í göngutúr fljótlega.
J'attendais avec impatience le nouveau blog. C'est toujours passionnant de voir tes nouvelles photos. J'espère que tu gardes les plus belles pour en faire un jour un album. Ici aussi le printemps n'est pas loin: les crocus du jardin se sont épanouis en une seule nuit. C'est un encouragemnt à persévérer: la vie suit son cours!
Bises à tous.
Catherine
Post a Comment