Saturday, April 05, 2008

Stóru bræðurnir voru á leið í bað í gærkvöldi og Eyja fékk að kúra hjá þeim í rúminu meðan þeir biðu eftir að rynni í baðið. Þeim fannst frekar fyndið að Eyja sæi þá allsbera.









Eyja fékk leikteppi og lá þar og brosti til Lí að venju. Ég reyndi að ná brosunum á mynd, þetta var það besta sem ég náði.

Í dag laugardag var haldið upp á afmæli Stirnis. Það er búin að vera spenna síðustu daga vegna veðurspárinnar og ég er búin að vera í stöðugu sambandi við manninn með hoppukastalann. En hann hékk þurr í dag þrátt fyrir rigningarspár svo kastalinn komst upp og það var mikið hoppað.



Árni og Noah Flesher sem kenndi Stirni í fyrra



Elsa og Eyja, Elsa fékk þónokkur bros frá Eyju



Hanae vinkona og bekkjarsystir Stirnis



Ömmurnar spjölluðu saman. Sænska amman við hliðina var fegin að hitta sænskumælandi ömmu hjá okkur.



Afmælisbarnið slær í pinjata













Boggi, Hanae, Ævar og Max smakka nammið



Stirnir skreytti kökuna alveg sjálfur og tókst vel upp


Slakað á í Wii þegar afmælið var búið

Stirnir var ánægður með veisluna og pakkana. Núna eru bræðurnir uppi að leika með nýja dótið. Hadley bekkjarsystir Huga er í heimsókn en hún ætlar að gista hjá okkur í nótt, frekar spennandi.

Dalla

3 comments:

Anonymous said...

Bravo pour la photo des trois enfants sur le lit! Elle est superbe et je l'ai imprimée en plusieurs exemplaires. Très belle photo également de la petite Eyja en noir et blanc. Elle a une belle petite tête, qui n'appartient qu'à elle!
Mon voyage en Iran a été formidable et l'accueil des gens là-bas inoubliable. Baisers à tous.
Amma C.

Anonymous said...

Til hamingju með 6 ára strákinn, þetta hefur greinilega verið heljarinnar veisla.
Steina

Anonymous said...

Elsku Dalla og fjölskylda
Velkomin heim með elsku litlu Eyju. Enn og aftur upplifir maður kraftaverkið þegar maður sér hana komna til Kína í faðm fjölskyldunnar. Yndisleg myndin af þeim systkinum saman í rúminu að bíða eftir baðinu. Innilegar hamingjuóskir til Stirnis, ja hvað tíminn líður, úff. Dalla, við sem eldumst ekkert (eða þannig!!!). Kærar kveðjur frá Íslandi (þar sem enn snjóar, allir orðnir frekar pirraðir á því!)
Knús og kossar,
Vera og co