Lýsing Kjartans á fyrsta degi bræðranna í Shanghæ eftir mánaðardvöl á Íslandi:
Strákarnir sváfu lítið sem ekkert í flugvélinni. Stirnir ældi svo í Virgin pokann sinn í leigubílnum heim, og þeir voru báðir frekar rislitlir. Þeir hresstust aldeilis við þegar þeir komu heim, og var húsið umsvifalaust fullt af börnum æpandi og hlaupandi. Ég spurði þá afhverju þeir færu aldrei að leika sér hjá Svíunum, og þau sögðu mér að þar mættu þau ekki vera með læti. Þar höfum við það.
Síðan fórum við með Fredrik og þeim á línuskauta við Xujiahhui Park. Það var glaðasólskin og hiti. Krakkarnir þeystust um allt, með greyið Stirni hlaupandi á eftir, sem ég held að hafa hlaupið þrjá hringi í kringum allan garðinn.
Enn virtist nóg orka eftir í þeim, þannig að ég tók þá svo á O’Malleys, þar sem einhverjar þreifingar voru með það að hitta Bogga og Örn, en að lokum komust þeir ekki. Við vorum samt þar í góðu yfirlæti. Hoppikastali og dýramarkaður. Beðið um kisur og svoleiðis.
Ágætis úthald hjá þeim eftir meira en 24 tíma vöku.
Að lokum fórum við heim, og það slokknaði á þeim um circa sex leytið, sem hafði verið takmark mitt. Það ráð virðist hafa virkað, því að þeir eru ennþá sofandi og klukkan að verða 9.
Þeir sváfu víst til næsta morguns, í 16 klukkutíma. Allt gott að frétta af okkur mæðgum, Eyja fékk grátkast á laugardagskvöldið en vonandi var þetta tilfallandi því hún svaf vel í gær. Við erum byrjaðar að taka á móti gestum og það léttir okkur lund.
Dalla
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Salut Dalla,
tu passeras me voir avec la petite jeudi 13? J'aimerais bien vous voir avant mon départ le 14 à l'aube.
Bisous,
Catherine
Post a Comment